Plötublæti

Nokkrir skemmtilegir linkar á skemmtilegt plötu tengt stöff. Fyrir vínyl perrana.

Dust and Grooves birtir forvitnileg viðtöl við alvöru diggera, flottar myndir af fallegum plötum sem eiga heima í flottum söfn og skemmtilegar sögur sem því tengjast. Góð lesning og þeir bjóða líka upp á góða tóna.

Dust and Grooves heimsækja King Britt

DJ Rooms er á tengdum slóðum en þeir birta myndir af hljóðverum og herbergjum plötusnúða.

Dj Rooms taka hús á Marcel Dettmann

Schallplatten og Vinyl Liebe  bloggin eru svo enn minimalískari en þau birta plötutengdar myndir sem ylja manni um hjartaræturnar.

Vinyl Liebe halda upp á Miles

Brunarústir hjá Fuck Yeah Schallplatten

Föstudagsflagarinn – Exos Survivor

Ustream býður fólki upp á að búa til eigin stöðvar og vera með beina útsendingu á netinu. Þetta er skemmtilegur miðill fyrir plötusnúða þar sem plötusnúðar geta streamað músik og mynd í beinni út á internetinu. Þeir sem fylgjast með geta kommentað og átt í samræðum við plötusnúðinn um hvað hann er að spila. Einnig finnst mér alltaf gaman að geta fylgst með plötusnúðum þegar þeir eru að spila.

Nokkir íslenski plötusnúðar nýta sér þetta þar á meðal strákarni sem standa bakvið Kviksynða kvöldin og Dj Kalli. Um páskana datt ég inná beina útsendingu hjá þeim félögum í Kviksynða. Strákarnir voru að spila skemmtilegt teknó og eitt lagið höfðaði sérstaklega til mín.

Ég ráðfærði mig við klárari menn og brá heldur í brún þegar ég komst að því að þetta væri íslenskt. En þetta var lagið Survior eftir Arnvið Snorrason sem er líklega betur þekktur sem Exos.  Exos var ansi duglegur að senda frá sér tónlist í byrjun síðasta áratugs og spilaði einnig víða um heim. Lagið Survivor, sem er af plötunni Strength sem kom út á Force Inc 2001, byggist á einföldum fallegum hljómum yfir frekar „straight out“ techno takti. Nú er ég búinn að renna margoft yfir lagið síðustu vikur enda virkar það vel um eftirmiðdaginn með kaffinu. Ímynda mér þó að það myndi líka virka mjög vel á dansgólfinu.

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=_MCj5thzHRg%5D
Ég hvet unga danstónlistarunnendur til þess að kynna sér eldir íslenska danstónlist ef þeir hafa ekki gert það. Thule Records er ágætis byrjunarreitur.

The Joy of Disco

The Joy of Disco er skemmtileg heimildarmynd um diskótónlist frá BBC. Það er farið hratt yfir sögu enda komið víða við en þetta er góður inngangur að diskóinu, uppruna þess, endalokum og arfðleið, frá neðanjarðar stöffi yfir í argasta popp. Margir merkilegir viðmælendur  t.d. David Mancuso og Nicky Siano.

Mæli með þessari mynd fyrir alla diskótekara og áhugafólk um danstónlist. Eins og vitur maður sagði eitt sinn, „ef þú fílar techno en ekki diskó, þá fílarðu ekki techno“.

Föstudagsflagarinn – Iz and Diz Mouth(Pépé Bradock rmx)

Pépé Bradock er einn af mínum uppáhalds.  Það hefur ekki farið mikið fyrir honum síðan hann gaf út bombuna Path of Most Resistance fyrir tveimur árum síðan. Sama ár gaf hann út safnplötuna Confiote De Bits. Sú plata inniheldur remix sem hann hefur gert í gegnum tíðina og á henni er meðal annars að finna remixið hans af Mouth eftir Iz & Diz.

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=HMwC5sB0aYg%5D

Lagið samanstendur af munnhljóðum og kemur nafni líklega þaðan. Að vana gerir Pépé Bradock að sama og allir að bara aðeins betur; hrátt vibe, gott groove og laglína fær mann til syngja með.

Mynd

DansiDans Hlaðvarp #15- Karíus & Baktus

dansidans_hladvarp_15
DansiDans Hlaðvarp #15 – Karíus & Baktus

Minimal töffararnir Karíus og Baktus, einnig þekktir sem Raffi og Heimir, hafa verið virkir í íslensku klúbbalífi síðastliðinn ár. Þeir hafa skipulagt ýmis kvöld og eru hluti af Reyk Veek crewinu. Strákanir hafa einnnig farið í útrás og spilað í hinum ýmsu partýjum víðsvegar um heiminn meðal annars Barcelona og Færeyjum.

Syrpa þeirra félaga er rúmlega 100 mínutna blanda af eðal HouseTechMinimali enda kominn tími til.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu okkar hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Okkar hefðbunda setup..1 mixer og 3 CDjs. Þetta er edit úr 150 mínútna upptöku sem er góð blanda af nýju stöffi og gömlu, engin pæling bakvið nema það að spila lög sem passa saman og taka flæðið aðeins lengra…

 2. Hvað eruði annars að bralla þessa dagana?
Við erum á fullu, líkt og undanfarna mánuðina, að vinna í REYKVEEK. Höfum lítið verið að spila eða semja í studioinu en það fer að koma meiri kraftur í okkur með vorinu.

3. Hvernig finnst ykkur “senan” á Íslandi?
Rétt eftir hrun varð maður mjög svartsýnn – mikið af góðum stöðum sem lokuðu eða breyttust í eitthvað allt annað en það sem þeir höfðu verið, og því fylgdi almennt „apathy“ í senunni.

Undanfarið árið eða svo fóru hlutirnir aftur í gang og það er mjög gaman og jákvætt að sjá hversu mikið af ungu liði er að taka upp boltan og mixerinn. Fólk er loksins að átta sig á því að það gerist ekkert nema að maður vaði sjálfur úti laugina, hvort sem það er að DJa, halda partý, promota ofl. Það er líka mjög gott að sjá skemmtistaðina pæla mikið í þessum málum, gefa fólkinu séns á að búa til gott partý ef conceptið og framkvæmdin er til staðar.

4. Hvað fíliði?
Classic house og miðjarðarhafs stemmningu og menningu… og Jorge González

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Klúbbur er kirkja trúleysingjans.
Takið frá seinustu helgina í mars. Fylgist með á http://www.facebook.com/l/sAQECAjMZAQF23_66TNY8vmmLFy8t83YaGAjeOKj1m3ZbKw/
www.reykveek.com

Lagalisti:
1.Phylyps Trak II/II – Basic Channel
2.Yemsa (Fabrizio Maurizi Remix) – Alexkid
3.Its Lover Love (Kiki Emotional mix) – Aerea Negrot
4.Maccaja (SM remix) – Lula Circus
5.Mood night – Amir
6.Future (Kenny Larkin Tension Mix) – Kevin Saunderson Feat Inner City
7.Pumpin Groovin – Lula Circus
8.Jazz Snake – Zeitgeist
9.Gajey – Premiesku
10.Cocua – Uner
11.Together – Tiger Stripes
12.The Sound (2011 edit) – Reese & Antonio
13.Luv Cant hurt (Nebraska 86 mix) – Salvatore Freda
14.Daddy – Reboot
15.Tamala – Sis
16.Pallene – Uner
17.Hands up – Samuel Dan
18.Love in me (Maceo Plex remix) – Laura Jones
19.Café Del Mar (Ricardo Villalobos Remix) – Energy 52
20.Home (Kollektiv Turmstrasse – Interstellar Mix) – M.A.N.D.Y. & Booka Shade
21.So long – Larse
22.Polka Dot Dress – Audiojack

DansiDans þakkar Sigga kærlega fyrir artworkið fyrir þetta hlaðvarp.

Plötusnúðamannasiðir

Eins og margar aðrar stéttir aumka plötusnúðar sér oft yfir skilningsleysi viðskiptavina sinna (þ.e. skemmtistaðagesta og eigenda), þannig er algengt að sjá lista yfir kjánalegar og kaldhæðnislegar óskalagabeiðnir, kvartanir yfir aðstæðum og tækjabúnaði og kveinstafi yfir smekkleysi áheyrenda svo fátt eitt sé nefnt. Núna síðustu daga hefur eftirfarandi myndband t.d. gengið um veraldarvefinn og plötusnúðar tekið undir í kór:

Þá hefur einnig hlakkað í mörgum plötusnúðnum yfir þessu skemmtilega bloggi.

Atriði sem er þó sjaldnar talað um eru mannasiðir plötusnúðanna sjálfra, gagnvart crowdinu, hvor öðrum og sjálfum sér. Hér er smá listi yfir atriði sem mér finnst að dj’ar ættu að hafa á hreinu, endilega bætið við eða andmælið þessum pælingum í commentunum.

  • Plötusnúðar mæta með sín eigin headphone og eigin nálar (ef þeir spila vínyl). Ef þú vilt fá að nota slíkar græjur annarra plötusnúða á undan ættirðu að sjálfsögðu að spyrja um leyfi, ekki gera ráð fyrir því og ekki endilega búast við því að allir segi já.
  • Ef þú varst að fá þér nýja (Apple) tölvu og ert að nota hana til dj mennsku – farðu þá í System Preferences -> Sound -> og afhakaðu „Play feedback when volume is changed“ möguleikann.
  • Ef þú ert að spila illa fengna tónlist eftir aðra opinberlega ertu semi-drullusokkur, ef þú ert að spila illa fengna tónlist eftir aðra opinberlega og fá borgað fyrir það ertu fáviti.
  • Ég er sjálfur með handónýtt eyru og hef andmælt wav-snobbi í óöryggiskennd minni, en allt minna en 256 kbps mp3 er algert no no (64kbps grime rip úr sjóræningjaútvarpi er þó leyfilegt) og nei, youtube rippið þitt er ekki „í fínum gæðum“.
  • Hafðu smá tilfinningu fyrir því hvar þú ert að spila og við hvaða aðstæður. Ertu headliner á stórum viðburði sem var auglýstur vel og fólk borgaði fyrir eða ertu nafnlaust flón sem var hent út í horn til þess að spila tónlist fyrir drukkið fólk? Hverjar eru áherslurnar almennt á staðnum sem þú ert staddur á? Spilamennskunni, attitjúdi og tónlistarvali ætti að haga í samræmi við hvar þú ert staddur á svona skala.
  • Þegar þú ert að spila þá ertu að spila. Þú þarft ekki að fara á Facebook þótt það sé frítt wi-fi og að forritið sjái um að mixa fyrir þig. Þú átt heldur ekki að vera í símanum.
  • Ekki verða (of) fullur.
  • Ekki biðja aðra plötusnúða um að fá að „taka eina skiptingu“.

Ég er sjálfur sekur um margt hér að ofan, síðasta punktin braut ég t.d. bara um daginn (reyndar með örlítið meiri fyrirvara). En batnandi mönnum er best að lifa og mér finnst að maður ætti að hafa þetta í huga. Umboðsmaður plötusnúða gæti svo einbeitt sér að því að lögfesta ofantöld atriði.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

Bitwig Studio

Langaði að benda fólki á fyrirtækið Bitwig sem er að þróa nýja Stafræna Hljóðvinnslustöð (DAW). Bitwig Studio mun bjóða uppá mikið af spennandi möguleikum eins og t.d. multi-user music production og native modular system.

[youtube:http://www.youtube.com/watch?v=7V_t8GfH-v4%5D

Í fyrstu sín minnir Bitwig mann svolítið á Ableton og ganga sögur á spjallborðum að stofnandinn sé fyrrverandi starfsmaður þar og spá ákærum. Ég vona að þetta komu út þar sem DAW markaðurinn er frekar staðnaður þ.e.a.s flestir nota sömu vöruna og gæti svona Bitwig komið smá hreyfingu á hlutina.