Syrpu Syrpa #1

Í liðnum „syrpu syrpa“ ætlum við að benda á skemmtileg dj mix sem hafa orðið á vegi okkar á veraldarvefnum síðustu daga. Það er alltaf nóg af skemmtilegum syrpum til þess að hlusta á, satt best að segja er erfitt að komast yfir þetta allt saman en hér er fyrsti skammtur.

Metro Area

Írsku töffararnir hjá Bodytonic eru með tvö skemmtileg mix í podcastinu sínu, alvöru Berlínar techno frá Marcell Dettman og æðislegt diskó grúv hjá Metro Area. Ef þið fílið fyrra mixið er óhætt að mæla með Berghain mix disknum sem Dettmann setti saman fyrr í ár en ef þið dönsuðuð diskó við Metro Area er óhætt að mæla með Fabric disknum þeirra sem var að koma í verslanir.

Snobbararnir og elítistarnir hjá Infinite State Machine settu inn mix frá Chicago búanum m50, kann ekki nánari deili á þeim peyja en góðan smekk hefur hann. Syrpan inniheldur lög frá ekki ómerkari mönnum en Model 500, Theo Parrish og Moodymann. Ekki er svo verra að þarna er einnig laumað inn gömlum smelli frá Exos, áfram Ísland! Tjekkið á þessari syrpu, sem hefur hlotið nafnið „Trying to Stay Hopeful“, hér.

Appleblim

Síðast en alls ekki síst er sett af pirate stöðinni Rinse FM frá Appleblim. Síðasta Rinse FM settið hans var valið mix ársins af FACT magazine, RA podcastið hans í sumar var frábært og Dubstep All Stars diskurinn hans er einn sá besti í seríunni. Einn merkilegasti pródúserinn, plötusnúðurinn og label eigandinn í dubstep senunni með sett sem nær yfir hardcore, dnb, techno og klassíska tónlist. Ekki missa af þessu

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s