Aðstandendur Weirdcore kvöldana hafa sett saman skemmtilega safnskífu með íslenskum raftónlistaröktum og er hún fáanleg fríkeypis á www.weirdcore.com. Inniheldur gripurinn lög frá listamönnum á borð við Biogen, Frank Murder, Tonik, Ruxpin og Skurken, svo fáeinir séu nefndir. Frábært framtak og sömu sögu er að segja um Weirdcore kvöldin, mánaðarleg tónlistarkvöld þar sem íslenskir raftónlistarmann af ýmsum toga stíga á stokk.