Hér eru nokkrar syrpur sem við höfum nælt okkur í af veraldarvefnum síðastliðna daga.
Flying Lotus
Flying Lotus Essential Mix. Fjölbreytt og skemmtilegt mix frá Los Angeles hip hopparanum Steve Ellison e.þ.s. Flying Lotus. Martyn, Joker, Rusko, Samiyam og fleirri usual suspects koma við sögu en einnig heyrast lög frá Portishead og Björk. Tjekk it!
Berghain plötusnúðurinn Marcel Fengler gerði þetta mix fyrir mnml ssgs. Pumpandi minimal þar á ferð sem vert er að mæla með.
Asli eða bara Jónfrí var með diskó sett í síðasta Party Zone þætti, diskó fíling diskó dans!
Svo setti Ewokinn setti saman drum & bass mix af djúpara taginu fyrir 2Once, bolaverslun sem Geiri 3D er að fara af stað með, flott mix og flottir bolir.
Að lokum var Bjöggi Nightshock með frábært Old Skool Mix í síðasta Breakbeat.is þætti (podcast hér)