Veit ekki með ykkur en ég er í meðvituðu átaki gegn þeim yfirburðum sem Beatport hefur á mp3 markaðinum. Þeir tróna yfir þessum markaði eins og einráður en eru ekki einu sinni með bestu verðin né þægilegasta viðmótið, reyndar eru þeir með langmesta úrvalið en það þýðir líka mikið af drasli sem maður þarf að fara í gegnum! Er að reyna að versla sem mest við aðrar búðir, til dæmis Dancetracks, What People Play, Bleep, Kompakt og Zero Inch (svona fyrir utan það að ég reyni líka að versla ennþá vínyl á þessum síðustu og verstu).
En svo ég komi mér að umfjöllunarefni þessarar færslu þá eru þeir síðastnefndu, Zero Inch, með hressandi kynningarátak út desember mánuð. Ætla að gefa eitt lag á hverjum degi út mánuðinn, eiga þessi lög að vera brot af því besta frá árinu sem er að enda komið. Missti persónulega af fyrstu tveim (Andy Vaz lagið er geðveikt!) en núna er ég á refresh takkanum á hverjum degi, maður hatar ekki fríkeypis stuff!
p.s. skemmtileg þessi „cities“ pæling hjá þeim líka. Pineapple að reppa Ísland.