Youtube mixteip eru skemmtileg, hér er það fyrsta af vonandi mörgum hér á dansidans. Þema að þessu sinni, drum & bass tónlist flutt læf. Tjekk it:
1. Adam F – Intro 73 / Metropolis
Held að þetta sé í Sao Paulo. Skemmtilega hallærislegir dansarar og Adam sjálfur púllar skemmtileg múv, en lagið er ennþá jafn fucking geðveikt. Crazy!
2. Roni Size & Reprazent Live at Maida Vale Studios
Frá 1997, þegar þeir félagar voru upp á sitt besta. Spurning hversu læf þetta er nottla en skemmtilegt engu að síður. Dynamite MC flottur með micinn í skemmtilegri útgáfu af Railing (pt. 2 videoið er líka flott).
3. 4hero – Golden Age Of Live (Live) Recorded @ Montreux Jazz Festival 1998
Eitt af mínum uppáhalds lögum af Two Pages plötunni, 4Hero vildi ég gjarnan sjá á tónleikum.
4. London Elektricity – Billion Dollar Gravy @ Jazz Cafe
Jungle Drummer fer á kostum og gott grúv í gangi!
5. Lamb – Little Things Live
Lamb sá ég live á Hróarskeldu ’99. Geðveikt show, vissi ekkert hver þau voru fyrir þetta, en dróst að sviðinu þegar ég heyrði Little Things. Lamb eru eitt af fáum post-Portishead trip hop böndum sem hafa staðist tímans tönn að mínu mati. (Vissuði annars að gítaristinn sem spilaði með þeim var íslendingur? Oddur Már Rúnarrson, who dat?)
Extra: Pendulum – Granite – Later with Jools Holland
Oj bara…
Gæti ekki verið að neðsta myndbandið sé Linkin Park live?