Soundcloud

SoundCloud er frekar sniðugt dæmi fyrir hljómsveitir, tónlistarmenn, pródúsera og plötusnúða. Videoið útskýrir það allt saman miklu betur en ég gæti gert í orðum (allavega miklu betur en ég nenni að gera…). Þar að auki virðast SoundCloud menn vera komnir með góðan notendahóp, bæði frægir og virtir listamenn sem og upprennandi hæfileikafólk, en öflugur hópur notenda er sennilega eitt það mikilvægasta sem web 2.0 batterý á borð við SoundCloud. Getur verið með bestu social web hugmynd í heimi en ef þú ert bara með fjóra óvirka notendur er ekkert varið í síðuna þína. Bisness hliðin er einnig mikilvæg, veit ekki hvernig þeir ætla að láta það ganga upp en óska þeim alls hins besta…

Meðal þeirra listamanna sem ég hef rekist á þarna má nefna Martsman, Philip Sherburne, Pheek, D-Bridge, Domu og fleiri og fleiri. Svo eru Jazzanova með remix keppni þarna líka. Sneddí konsept sjáum hvernig þetta þróast.
Skráði svo dansidans þarna inn, ef þú ert með lag eða dj sett sem þú vilt koma á framfæri geturðu einfaldlega smellt því í dropboxið okkar (sjá einnig link hér til hægri).

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

One response to “Soundcloud

  1. Það er kominn ágætur hópur Íslendinga þarna inn. Þar má nefna Yamaho, Orang Volante, Asli, sjálfan mig, Hunk of a Man, Dj Musician, Raychem, PlúsEinn og fleiri.

    Mæli með þessari síðu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s