Jólagjöfin í ár!

MP3 fælar eru frekar léleg jólagjöf, en samt sem áður eru nokkrir ágætis listamenn og útgáfufyrirtæki í jólastemningu og ætla að eyða dýrmætri bandvídd og forlátum empéþrír skrám í sauðsvartan almúgan!

Kimi eru með jólagjöf sem er ekkert svo danstónlistartengd en ágætis músík engu að síður og svo er líka gott að velja íslenskt! Rufige Kru (aka Goldie) og Metalheadz bjóða upp á remix af Ian Brown. Þeir sem hafa enn trú og traust á M_nus geta fundið hringitóna og mp3 lög undir jólatrénu hjá Richie Hawtin og co. Listamaðurinn með skemmtilega nafnið, Ramadanman, tók svo til á harða disknum hjá sér og gaf gestum og gangandi tvö lög. Sutemos eru með fría safnskífu, Intelligent Toys 5.

RCRD LBL og Flying Lotus bjóða upp á remix af Kanye West (sem er einhver mest óþolandi popp stjarna samtímans btw) og Boys Noize eru líka með frítt stuff fyrir þá sem eru í þannig gír. Að lokum er vert að minnast aftur á frípíþrí framtak Zero Inch en þeir gefa nýtt lag á hverjum degi. Ef þú veist um fleiri vefsíður sem eru í jólagjafa-skapi væri fínt að fá linka í athugasemdirnar.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

One response to “Jólagjöfin í ár!

  1. Þetta Rufige Kru remix er tryllt og ég er að fýla Ramadanman lögin í tætlur!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s