Vil byrja á því að óska lesendum gleðilegs árs, 2009 verður vonandi gott ár í músík sem og í öllu öðru. Með það í huga vil ég benda á nokkrar syrpur sem gætu verið góðar á fyrstu dögum ársins 2009.
Bjarni drömmenbeisar í plötusnúðakeppni Flex
Á hugi.is/danstónlist eru komin fleiri mix í plötusnúðakeppni Flex, vert að tjekka á þeim og taka þátt í að kjósa efnilegustu snúðana á næstu vikum. Mixið frá honum Bjarna Egilstaðarpjakki er reyndar það eina sem ég hef tjekkað á hingað til, hann sker sig soldið úr með drum & bass syrpu en hún er alveg fyrirtak engu að síður. Talandi um Flex þá var Áramótauppgjörsþátturinn þeirra skemmtilegur, ekki að tónlistin hafi verið alveg minn tebolli en fróðleg og skemmtileg viðtöl þarna.
Títtnefndur Marcel Dettmann gerði síðasta Resident Advisor podcast ársins 2008 og er það skemmtilegt afhlustunar.
Marc Mac úr 4Hero setti inn fimmta hlutan í Soul Arranger syrpu seríunni sinni, seyðandi soul músík í aðalhlutverki.
Að lokum ætla ég svo að plögga sjálfan mig í bak og fyrir og skammast mín ekkert fyrir það. Kláraði á dögunum mix fyrir búlgörsku vefsíðuna experement.org sem má finna hér, dubby fílingur í gangi þar sem ýmsum stefnum og straumum er moðað saman.
Marcel Dettman bodytonic podcastið,,, það hefur hreðjar
Bakvísun: Jútjúb Miksteip #3 -,,Þeir eru að gera það sama og allir hinir bara aðeins öðruvísi” « Raf- og danstónlist á Íslandi
Bakvísun: Topp 10 - desember 2008 « Raf- og danstónlist á Íslandi