Jútjúb Miksteip #3 -,,Þeir eru að gera það sama og allir hinir bara aðeins öðruvísi“

Eftir að kreppan skall á hef ég aðeins verslað þrisvar sinnum af Beatport, þó svo að ég skoði mig þar um oft í viku. Í staðinn fyrir að kaupa lögin set ég þau bara í körfuna og bíð með að borga. Svo loksins þegar ég ákveð að kaupa lögin þá fatta ég að flest þeirra eru skuggalega lík, svo ég enda á því að losa mig helminginn af þeim. Hins vegar eru artistar sem mér finnst alltaf hljóma aðeins öðruvísi en allt annað sem er í gangi, þótt þeir séu að gera nákvæmlega það sama er það aðeins öðruvísi, hér koma nokkur sýnishorn:

1. Moodymann – Freaky MF

Kenny Dixon Jr. aka Moodymann hefur verið lengi að og gert margt skemmtilegt. Shades of Jae er í miklu uppáhaldi hjá mér en um daginn var mér bent á lagið Freaky MF sem er hérna fyrir ofan. Lagið er ótrúlega fyndið en líka sexy, sem er geðveikt. Þó að þetta sé semi týpiskt deep house lag þá er þetta einhvern vegin öðruvísi en allt annað, ég held að það sé vegna þess að þetta er unnið í gegnum hardware.

2.Theo Parrish – Solitary Flight

Að búa til houselag sem groovar og er samt fallegt er eitthvað sem fáum virðist takast, þótt margir reyni. Þetta lag er með fallegri house lögum sem ég hef heyrt. Theo Parrish er eins og Moodymann frá Detroit. Hann tekur upp mikið hljóðum sjálfur og gerði hann meðal annars þessa mynd fyrir Adidas. Mæli sérstaklega með þessu viðtali við hann, þegar maður er búinn að horfa á þetta verður maður einfaldlega að fara út að versla plötur.

3.Petre Inspirescu – Sakadat

Það er eitthvað við þessi rúmensku drumroll. Þetta groovar einfaldlega meira en annað sem er að gerast. Leópold er samt á fullu að þróa skandinavísk drumroll sem eru aðeins frábrugðin þessum rúmensku.

4.Ricardo Villalobos – Fizheuer Zieheuer

Percussionið hjá þessum manni er eitthvað öðruvísi, rosalega margir hafa reynt að kópera stílinn hans en flestum tekst það ekki alveg. Fizheuer er orðið semi legendary þar sem það er 57 mínutur að lengd og frekar steikt. ég segi samt án gríns að ég myndi dansa allan tíman ef ég heyrði það í fullri lengd á góðu kvöldi. Djöfull er þetta líka fyndið myndband, þó svo að ég þoli ekki gríndansara.

5.Pépé Bradock – Deep Burnt

Pépé Bradock veit ég svosem ekki mikið um, annað en að hann er frekar nuts, samanber þetta.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

3 athugasemdir við “Jútjúb Miksteip #3 -,,Þeir eru að gera það sama og allir hinir bara aðeins öðruvísi“

  1. á beatport er alltof mikið af einsleitu drasli,

    veit ekki hvort ég myndi skrifa sérstakt sánd gæja eins og Moodymann bara á það þeir noti hardware. Það er líka bara verið að leita í aðra hefð, annar hljóðheimur/fagurfræði. Hrátt sánd, live fílingur og svona. Aðrir í svipuðum fíling eru t.d. Rick Wade, Omar S, Theo Parrish, Kyle Hall, Reggie Dokes ofl.

  2. Bakvísun: Árslisti PZ – Pælingar « Raf- og danstónlist á Íslandi

  3. Bakvísun: DansiDans hlaðvarp #1 - Asli « Raf- og danstónlist á Íslandi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s