Aaron Carl er Íslandsvinur og er sennilega einn sá skemmtilegasti sem þá nafnbót hefur hlotið í gegnum árin. Hann hefur um árabil gert house og techno í anda heimaborgar sinnar Detroit og hefur heimsótt Ísland nokkrum sinnum, er að ég held góður félagi GusGus drengjanna og Tomma White.
Á Airwaves ’03 var Breakbeat.is með lokapartý á sunnudeginum á hinum vafasama stað Vídalín, steig hann óvænt á stokk með DJ Panik og tók í mæk. Frammistaðan var ekki alveg sú sem maður er vanur frá drum & bass mc’um en skemmtileg engu að síður og hann kom aftur fram á breikbít kvöldi vorið 2004.
Aaron Carl og Panik samræmdir í tauinu
Það var líka fínasta kvöld og skemmtilegt að hanga með honum, ekki mikil lognmolla í kringum hann og við getum orðað það sem svo að hann sé litríkur karakter.
En hann er líka stórskemmtilegur tónlistarmaður og þá komum við að aðalefni þessarar færslu. Aaron-Carl er með mp3 pakka gefins á vefsíðu sinni sem hefur hlotið nafnið Electrevival. Mörg góð lög þarna, en „Down Revisited“ og „Come with me“ eru kannski ekki fyrir viðkvæma. Tjekkið á því!
Ég sá Aaron Carl spila í Berlín áramótin 07/08 og það var geðveikt stuð á stráknum.