Vikulegur skammtur af plötusnúðasyrpum coming up, deluxe ipod fóður!
Magnús Legóson eþs hunk of a man
Á góðu kvöldi er Maggi Legó minn uppáhalds snúður á Íslandi, smekksmaður, fjölbreyttur og skemmtilegur og með ansi öfundsvert plötusafn. Um daginn setti hann upp nokkrar syrpur á internetið sem má finna hér. Hef aðallega verið að renna í gegum upptökuna frá Kaffibarnum núna í janúar, tæpir fimm tímar af tónlist og manni líður alveg eins og maður sé mættur á Bergstaðastrætið.
hin ungi og efnilegi Ramadanman
Hin stórgóða Hessle Audio er útgáfa mánaðarins hjá Resident Advisor og má lesa umfjöllun þeirra hér. Ramadanman, sem er einn af eigendum Hessle, setur svo saman syrpu í tilefni af þessu öllu saman. Lagavalið er skemmtilegt en ég er ekki alveg sjúr með mixtæknina hjá kauða en hvað um það. Þeir sem eru í Berlín eða nágrenni gætu gert margt vitlausara en að sjá Ramadanman ásamt Martyn, Scuba, Kode9 og The Bug á Substance kvöldi á Berghain á morgun.
Þá setti íslandsvinurinn Goldie Metalheadz podcastið í gang, er eflaust áskriftarinnar virði. Að lokum má ég svo til með að benda á Danny Breaks hip hop sett frá 2006 sem varð á vegi mínum.
Mixið hans Magga frá KB er geðveikt. Afhverju lýtur Ramadaman út fyrir að vera 12 ára?
Ramadanman er frekar ungur já, en annars er þetta andskoti töff danny breaks mix..
2009 mixið? Ertu að tala um það?