Árslisti PZ – Pælingar

Party Zone piltarnir komnir á fullt í sínum árslista undirbúning og taka á móti árslistum hlustenda á pz@ruv.is. Ætla að setja hér niður nokkrar pælingar  tengdar listanum  en geri svo kannski tilraun til þess að púsla saman mínum árslista og smella honum inn síðar.

Skilst að þetta sé í 19. sinn sem þeir taka saman árslista, sem er afrek í sjálfu sér. Í þessum þræði hér koma upp nokkrar pælingar sem er skemmtilegt að gefa nokkurn gaum. Ég held að það sé enginn vafi um það að plötusnúðar landsins hafa orðið fjölbreyttari á árunum, þeir ná yfir víðara svið tónlistar og “plötutöskur” þeirra eiga minna og minna sameiginlegt með hverjum árslistanum sem líður (plötutöskur=geisladiskamöppur=harðir diskar).

Mér finnst pz reyndar standa sig mjög vel og fjalla um mjög vítt og breytt svið en hafa samt ákveðið sánd/stefnu. Þrátt fyrir það er fáránlegt að ætla að allir sjái samsvörun með sínum smekk og sínu “atkvæði” í 40 laga lista. Satt best að segja finnst mér “afhverju var lag x ekki á listanum / ég trúi ekki að y hafi ekki komist inn” umræður alltaf mjög fyndnar. Þetta er skiljanlegt þegar fólk er að benda á lög sem þeim fannst heima á listanum en hlægilegt þegar fólk vill meina að vöntun á lagi x/y/z geri listan minna gjaldgengan. Því þetta eru bara listar, byggðir á mati þeirra sem setja þá saman og tilraun þeirra til þess að endurspegla ákveðið tímabil. (innskot: ég varð frekar hissa þegar Archangel með Burial komst ekki á blað í fyrra, mitt topplag, en ég fór ekki að væla yfir því!)

Þessi fjölbreytti smekkur gerir það líka að verkum að það er erfiðara að spá fyrir um listan. Stundum eru samt lög sem höfða til svo margra að það er næstum víst að þau tróni á toppnum, sbr “Moss” í fyrra, “In White Rooms” 2006 og “Drop the Pressure” 2004 (og “Stardust”, “Throw”  og “I Got the Power” back in the day ábyggilega líka, ef út í það er farið). Mér finnst hins vegar ekkert þannig lag hafa komið fram í ár. Er það? Kannski eru topplögin bara alltaf augljós svona eftir á að hyggja.

Einhverjir hafa nefnt Joris Voorn remixið af Dark Flower Robert Babicz en ég kaupi það ekki að svona hart lag rati inn á lista nógu margra til þess að ná á toppinn. “Orbitalife” með Johnny D hefði ég spáð góðu gengi en mér fannst það aldrei detta inn á Íslandi jafn mikið og maður hefði búist við. Sis kom sterkur inn með “Trompeta” sem gæti slegið í gegn en er samt soldið mikið gimmick. Hercules & Love Affaire eru líka líkleg til þess að láta til sín taka. Svo kæmi mér ekki á óvart ef Aeroplane, sem eru aðalaktið á árslistakvöldinu, verði ofarlega. Hef heyrt mikið um þá en ekkert með þeim, mikið hæp í gangi.

Ef við svo aftur á móti förum í það sem ég myndi vilja sjá á lista og það sem árið 2008 stendur fyrir í mínum augum get ég romsað upp úr mér mörgun titlum. Ekki raunsætt að þetta skili sér í stórum stíl inn á pz listan en þó eru þarna ökt sem margir gætu haft gaman af, kannski skilar það sér eitthvað…

Í house og techno tónum myndi ég benda á Shed breiðskífuna og singla, Oslo labelið og þá kannski sérstaklega Guillaume & Coutu Dumonts, Ricardo Villalobos, Luciano og Cadenza, Kenny Larkin, Dave Aju og Circus Company, Noze og dOP svo eitthvað sé nefnt.

Dubstep og “wonky” finnst mér að ætti að eiga einhverja fulltrúa á svona lista og myndi ég vilja sjá Flying Lotus, Martyn og Rustie koma fyrir, Hyperdub útgáfan hans Kode9 átti frábært ár, Zomby, Ikonika, Samiyam og Kode9 sjálfur með skemmtilegar skífur, Hessle Audio crewið var með marga slagara, Ramadanman og Pangea að gera það gott.

Í drum & bass geiranum hefur þetta verið soldið breiðskífu ár, Calibre, dBridge breiðskífurnar standa uppúr ásamt Dat Music safnskífunni. Instra:Mental tvímælalaust að gera mjög spennandi hluti en einnig mætti telja til dót frá Alix Perez, Sabre, Lynx, Martsman, Marcus Intalex og Commix.

Líklegast er náttúrulega að 4/4 dót og indie-dans tónar taki bróðurpartinn af listanum enda eru það þær stefnur sem Party Zone tengist hvað sterkast og fyrir aðra geira eru aðrir listar og önnur ársuppgjör. Stemmningin er samt alltaf hvað skemmtilegust í kringum Party Zone listan, mjög skemmtileg samkennd í kringum þessa „ævafornu“ hefð. Ég mun allavega fylgjast með Dansþætti Þjóðarinnar þann 31. janúar næstkomandi.

-Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

4 athugasemdir við “Árslisti PZ – Pælingar

  1. mjög góð færsla..
    hlakka líka til!

  2. Góð færsla, er heitur fyrir þvi að The Track með Fabrice Lig verði ofarlega

  3. Heyrðu já okkur hlakkar til. Til hamingju með þessa síðu… við segjum frá henni í þættinum.

  4. Hmm já, ég hlakka til að heyra þennan lista! 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s