Lifandi danstónlist

"Allt" i gangi hjá Justice

"Allt" í gangi hjá Justice

Undanfarin ár hefur mér þótt bera meira og meira á því að klúbbar og aðrir sem halda úti danstónlistarviðburðum auglýsi Live-ökt. Á sínum tíma þótti mér þetta oft mjög spennandi og sóttist sérstaklega eftir því að mæta. Með tímanum fór ég svo oftar en ekki að verða fyrir vonbrigðum.

Danstónlist er oftast unnin af sólólistamönnum og hún er sjaldnast sköpuð á lifandi hátt. Vonbrigði mín lágu yfirleitt í því að ég var ekki að sjá neitt sem heillaði mig meira en plötusnúður gerir, sem spilar eingöngu sín eigin lög (hef ekkert á móti því ef lögin eru góð). Oft var ég líka að heyra mjög fína músík en upplifunin var ekkert sérstaklega lifandi.

Það hefur þó gerst að upplifunin hafi verið öðruvísi og þá oftast ef listamaðurinn eða hljómsveitin hafa brotist undan því að nota „Ableton-Live“ eingöngu – t.d. með söngvurum, hljóðfæraleikurum (eða spila sjálfur á eitthvað) eða visjú-ölum. Mér finnst uppsetningin hjá Noze, GusGus, dOP, Trentemoller og London Elektricity sem dæmi mjög vel lukkuð. Línan er frekar þunn þegar öllu er á botninn hvolft en sjónræni hlutinn skiptir alltaf miklu máli þegar um lifandi performans er að ræða.

Því er samt sem áður ekki að neita að það að setja Live stimpilinn á plaggatið virðist virka á fjölmarga og kemur eflaust nokkrum auka krónum í kassann.

Endum þetta á skemmtilegri upptöku af frönsku hljómsveitinni dOP frá síðustu áramótum.

ótum.

-Leópold Kristjánsson

Auglýsingar

3 athugasemdir við “Lifandi danstónlist

 1. Er þetta ekki umdeilda myndin af justice þar sem midi controler-inn er ekki pluggaðu sem er mega fyndið.
  Væri mega til í að sjá Noze, hefuru séð þá?

 2. sagan segir að skömmu eftir að þessi mynd af justice hafi verið tekinn hafi þeir fattað að þetta var ekki plöggað inn:
  http://www.residentadvisor.net/news.aspx?id=9940

  Einhver spurði samt „þarf maður midi controller til þess að stýra itunes?“ sem mér fannst fyndið og svoldið lýsandi fyrir mikið af live öktum.

  Svona steríl „spila lögin sín með örlitlum breytingum í ableton live“ framkoma finnst mér oftast leiðinleg, finnst líka að þannig uppákomum ætti ekkert að stilla upp of mikið sem „live“, heldur bara hafa listamanninn þá meira í hlutverki plötusnúðs, þ.e. ekki setja hann upp á stall og láta fólk horfa á þetta eins og hljómsveit, klappa fyrir hverju lagi og eitthvað…

  finnst einnig að það ætti að vera meira um svona blöndu af live og dj mennsku, eins og t.d. surgeon og modeselektor gera.

  Svo eru nottla gaurar sem gera úr þessu performance eins og þessir sem Leópold telur upp hér að ofan.

 3. leopoldkristjansson

  Því má nú kannski bæta við að ég hef tvisvar séð Justice „live“ og haft frekar gaman af… veit ekki hvort þriðja skiptið gerði mikið fyrir mig samt. Ekki í bili.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s