DansiDans hlaðvarp #1 – Asli

dansidans_podcast1_asli

DansiDans Hlaðvarp #1 – Asli

Hvers konar tónlistarblogg væri DansiDans ef við værum ekki með neitt hlaðvarp? Hlaðvarp er nýmóðins og töff, þótt að íslenska orðið sé hálf hallærislegt. Því fórum við á stúfana, höfðum samband við nokkra skemmtilega snúða og tónlistarmenn og kynnum nú til leiks fyrsta hlutan í DansiDans hlaðvarpinu sem héðan í frá verður mánaðarlegur liður á blogginu. Það er Asli eþs. Jónfrí sem ríður á vaðið með nett pumpandi techhouse syrpu. Asli ætti að vera gestum þessarar vefsíðu kunnur, smekksmaður mikill af Skaganum sem hefur getið sér gott orð fyrir tónsmíðar og plötuþeytingar undanfarin ár.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema í gangi?
Asli: Ég fór í inniskónna mína. Það er nauðsynlegt að vera í inniskóm þegar
maður er að mixa heima hjá sér. Mjög mikilvægt. Ég hækkaði líka
duglega í monitor, einnig mjög mikilvægt. Það er ekkert sérstakt þema
í gangi, ég gróf upp lög sem ég er að skynja og reyndi að láta þau
mynda heild. Heild myndast betur ef maður er í inniskóm.

2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Asli: Reyna að gera meiri músík, bæði frumsamið og remix. Það er að koma
 út 12″ í byrjun febrúar á Real Tone labelinu hans Franck Roger, og
 fleiri útgáfur eru í vinnslu … reyna að fylgja því eftir
 einhvernveginn.

3. Hvernig finnst þér „senan“ á Íslandi?
Asli: Viðkvæmt subject. En mér finnst tónlistin aðeins of mikið whitenoise
 pingpong oft á tíðum, og skorta sál.

4.Hvað ertu að fíla?
Asli: Ansi margt, þessa síðu sem dæmi.

5. Linkar / Plögg / Lokaorð?

http://www.myspace.com/djjonfri
aslipod.blogspot.com/

Lagalisti:
1. M.A.R.S – Remote Area
2. Morgan Geist – Detroit (C2 Remix)
3. Move D – Heidelberg Gals
4. D Dub – Deep Blue
5. Sebo K – Diva
6. The Amberokay – The Hype (Marc Schneider & Ralf Schmidt Remix)
7. H.O.S.H. – Super Sick Bowl
8. Sis – Nesrib
9. Tigerskin – Heather
10. Dj Rolando – Where Were You
11. Radio Slave – Incognito
12. Portable – Ok Then
13. Argy & Solomun – Anemone
14. Asli – Slow Potion

Geoffrey fær miklar þakkir fyrir að hanna fyrir okkur artwork.

add to del.icio.us : Add to Blinkslist : add to furl : Digg it : add to ma.gnolia : Stumble It! : add to simpy : seed the vine : : : TailRank : post to facebook

3 athugasemdir við “DansiDans hlaðvarp #1 – Asli

  1. Nice, hlakka til að hlusta !

    Jeff, klikkar seint !

  2. Rosalega ánægður með þessa síðu, hlakka líka tila að hlusta á þetta mix.

  3. Groovieeee……

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s