Tim Sweeney
Íslandsvinurinn Tim Sweeney hefur um árabil haldið úti útvarpsþættinum Beats In Space og í síðasta þætti tók hann fyrir árið 2008. Disco/House/Dansrokks fílingur hjá honum enda er hann eitthvað bendlaður við DFA. Góður þáttur og ég mæli líka með podcastinu. (p.s. Ég held alveg örugglega að ég sé ekkert að rugla þegar ég segi að hann hafi spilað í Reykjavík en man það samt bara óljóst. Kannski 2006 eða 2007, á Barnum. Getur það ekki passað?)
dBridge og Instra:Mental fóru af stað með nýtt podcast undir merkjum Club Autonomics. Þetta er samt ekkert podcast því það er ekki hægt að gerast áskrifandi af því, en burtséð frá þeim misskilningi er þetta frábært framtak! Þetta þríeyki er að gera einhverja mest spennandi hluti í drum & bass heiminum í dag og í þessu „podcasti“ spila þeir eldri lög sem hafa haft áhrif á þá í gegnum árin auk þess sem þeir taka syrpu af spánýju dóti. Algert killer sett!
Domu var í gamla daga þekktur sem Sonar Circle og gaf út drum & bass hjá Reinforced en undanfarin ár hefur hann verið viðriðin hina illskilgreinanlegu broken beats senu. Hann smellti tveimur mixum á vefsíðu sína um daginn, eclectic pælingar í gangi, flott stuff.
Ég á í safninu eitthvað af Sonar Circle dóti, frábært stöff.
Tim spilaði ásamt Margeiri á Barnum, 2006.
yes, um haustið getur það passað? Skemmtilegt kvöld, hann var flakkaði á milli stefna og strauma en á smekklegan hátt.
jebb, Tim er snillingur. Þetta var kvöld sem byrjaði í diskó og endaði í acid minnir mig. Edrú menn það kvöld geta auðvitað leiðrétt mig
já, ég man bara eftir endalausum klassíkerum, Res, Good Life og Positive Education minnir mig t.d. stuð!
Frábært kvöld. Man líka að það var alveg óvenjugott sánd þarna niðri á Barnum.
Hann spilaði líka þetta tryllta lag hérna: