Árslisti fyrir árið 2008 – Leópold

Topp 40 – Singlar

1. Johnny D – Orbitalife (Oslo)
Þetta lag stefndi mér svolítið í aðra átt sem plötusnúð á seinasta ári. Hafði gaman af því strax í byrjun, en eftir að hafa spilað það nokkrum sinnum komst ég að því að hér var eitthvað frábært á ferðinni.

2. Ricardo Villalobos – Enfants (Sei es Drum)
Mikið rætt á veraldarvefnum (og eflaust víðar). Lag sem byggist upp á barnasöng og léttum trommutakti. Gæti flokkast undir það sem er kallað „Dj-Tool“ sem þýðir einfaldlega að ef þetta er notað rétt geta orðið til ólýsanlegar stundir. Hef átt nokkrar slíkar sjálfur.

3. Audion – Billy Says Go (Spectral)

Audion-sándið kannski ferskara árið 2007 en 2008. En þetta lag er mjög vel heppnað! Þarf bara að spilast í almennilegu kerfi (eins og reyndar flest á þessum lista – ef út í það er farið).

4. Guillaume & The Coutu Dumonts – Halleluyah Yeah (Oslo)
Það var offramboð af góðri músík frá þessum tónlistarmanni á árinu. Fransk-Kanadískur með einstakt lag á góðu grúvi. Kannski var þetta ekki besta lagið hans – veit ekki – en eitthvað varð að fara á topp 10.

5. dOP – I’m just a man (Eklo)
Mjög spennandi og skemmtilegt band sem svipar til franskra samlanda þeirra í Noze. Spái þeim góðu gengi og almennari vinsældum á þessu ári sökum skemmtilegrar sviðsframkomu.

6. MyMy – Everybody’s Talkin’ (Playhouse)
Búandi í Þýskalandi slapp maður ekki við að dilla sér við þetta lag. Sat á toppi annars hvers topplista nú í haust. Virtist líka rata í sett hjá ótrúlegastu snúðum hvort sem þeir voru kenndir við „nýtt-djúp-hús“ eða eitthvað allt annað.

7. H.O.S.H. – Super Sick Bowl (Diynamic)
Strákarnir hjá Diynamic leibelinu áttu stórgott ár (H.O.S.H. – Stimming – Solomun). Þetta er algjör hálsbrjótur. Má finna í nýlegu setti sem Asli setti saman fyrir þessa síðu.

8. Osunlade – Momma’s Groove (Jimpster’s Slipped Disc mix) (Strictly Rhythm)
Átti „móment“ þegar ég heyrði þetta fyrst. Það var í setti hjá Osunlade á Tape klúbbnum í Berlín. Smellti þessu inn á hárréttum tíma og ég var á hárréttum stað (fyrir framan bassaboxið). Vokallinn er líka svo helvíti góð pæling.

9. Kasper Björke – Doesn’t Matter (Jack Schidt remix) (Plant Music)
Strákarnir hjá Jóni Jóns eiga lof skilið fyrir sitt framlag í íslensku danstónlistarsenuna. Margeir (aka Jack Schidt) hefur líka verið að vinna í skemmtilegum lögum á árinu og að mínu mati þá er þetta það besta. Hálf-latt, hálf-gratt og drungalegt á sinn eigin hátt.

10. Christian Burkhardt – Doubledub (Raum)
Christian Burkhardt er einn af þeim sem ég gæti tilnefnt sem mann ársins. Þurfti að velja úr fjölmörgum flottum lögum, en vildi endilega hafa hann ofarlega. Hann á það líka fyllilega skilið. Þetta er hrikalega kúl.

11. Shed – Warped Mind (Ostgut Ton)
12. Stimming – Die Schatulle (Frederico Molinari remix) (Freerange)
13. Martyn – Vancouver (3024)
14. Johnny D – Soleil (Delete Remix) (Hey Records)
15. Mountain People – Mountain 006.1 (Mountain People)
16. Minimono – Ratman (Hugo’s Love Edit) Tuning Spork)
17. Radio Slave – Tantakatan (Rekids)
18. Rozzo – I wish I was a Cat (Trackdown)
19. Ryo Murakami – Coke (Poker Flat)

20. Lee Jones – Safari (Stimming remix) (Aus Music)
21. Noze – Danse Avec Moi (Dj Koze Rework) (Get Physical)
22. Sis – Trompeta (Sei es Drum)
23. Damian Schwartz – Plastico (Oslo)
24. Italoboyz – Portucais (Trapez Ltd)
25. The Per Eckbo Orchestra – Kodo Verano (Oslo)
26. Lauhaus – Casamance (Area Remote)
27. Martin Landsky – Man High (Poker Flat)
28. Ican – Caminos del Nino (Martyn’s Oscuro Mix) (Ican Productions)
29. Marco Carola – Jackpot (Plus 8 )

30. Orang Asli – Shakers (Proton Music)
31. Daniel Steinberg – Pay for me (Lauhaus remix) (Style Rockets)
32. Josh Wink – Stay Out All Night (Ovum)
33. Ellen Allien – Out (Audion’s Out for Infants mix) (B Pitch)
34. Tiefschwarz – Liquid Cherries (Cocoon)
35. Sebo K – Diva (Mobile)
36. Prompt – Evolve (7noise)
37. Alex Under – Extrapezlo (Mihalis Safras remix) (Trapez)
38. Mara Trax – Let Goose (Oslo)
39. Radio Slave – Grindhouse Tool (Rekids)
40. Lemos – Blow it (Cecille Numbers)

Topp 10 – LP Plötur

1. Dave Aju – Open Wide (Circus Company)
2. Ricardo Villalobos – Vasco (Perlon)
3. Mr. Silla & Mongoose – Foxbite (Raf Raf)
4. Hercules & Love Affair – Hercules & Love Affair (DFA)
5. Lee Jones – Electronic Frank (Aus Music)
6. Los Updates – First if you please (Cadensa)
7. Loco Dice – 7 Dunham Place (Desolat)
8. Flying Lotus – Los Angeles (Warp)
9. Shed – Shedding the past (Ostgut Ton)
10. Prosumer & Murat Tepeli – Serenity (Ostgut Ton)

Auglýsingar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s