Nellee Hooper er breskur pródúser sem kom við sögu á mörgum frábærum plötum á 10. áratugnum. Meðal þeirra sem hann vann með eru Massive Attack, Björk, Soul II Soul og Janet Jacksson. Þegar ég fór að gúgla hann komst ég samt að því að hann hefur verið í leiðinda rokk pródúksjónum undanfarin ár, U2, hvað er það…? En hvað um það, mega cheesy og væmið 90s jútjúb mikstreip comin’ up, mega góð músík samt! Milljón spennandi pop fróðleiksmolar í þessari færslu líka en meira Nellee Hooper info má m.a. finna á wiki og discogs, slík upplýsingaleitað minni hálfu er tilefni þessa miksteips.
1. Massive Attack – Daydreaming
Blue Lines er mín uppáhalds breiðskífa allra tíma og þessa dagana er „Daydreaming“ uppáhalds lagið mitt. Tricky og 3D flowa ótrúlega skemmtilega saman og Sarah Nelson og Daddy G brjóta það flow upp á flottan hátt, svo er líka ótrúlega gaman hvernig er „vitnað“ í önnur lög í þessu lagi. Annað töff óútgefið Massive Attack lag frá þessum tíma hér.
2. Soul II Soul – Back to Life
Ég hélt lengi vel að Soul II Soul væri bandarísk grúppa og svo ruglaðist ég líka á þeim og Boyz II Men sem er frekar fyndinn ruglingur! Back to Life ættu flestir að þekkja, skemmtilegur hip hop meets house fílingur í taktinum finnst mér.
3. Madonna – Bedtime Story
Vissuð þið að Björk hefði samið lag fyrir Madonnu? Nú vitiði þið það allavega.
4. Björk – There’s More to Life than This
Mín uppáhalds Bjarkar lög eru flest unninn af Mark Bell sem hefur pródúserað flest með henni síðan Homogenic kom út. En Nellee Hooper var víst aðalgæinn á bæði Debut og Post.
5. Sinéad O’Connor – Nothing Compares 2 U
Alltaf lærir maður eitthvað nýtt, ekki vissi ég að Hooper hefði verið viðriðin þennan vangadans slagara og ekki vissi ég heldur að þetta hefði upphaflega verið samið af Prince!
-Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com
Mín uppáhalds Bjarkar lög eru flest unninn af Mark Bell sem hefur pródúserað flest með henni síðan Homogenic kom út
Hér er ,,með“ árherslu orð, ég vil ekki að Björk verði crazy út í okkur.
Villa:
Ég skrifaði Nothing Compares 2 U upprunalega.
Ekki Prince.
Second that
nothing compares 2 geoff!