Syrpu Syrpu #9

Ég kom auga á það um daginn að ofurklúbburinn og plötulabelið Fabric er byrjað með Podcast. Mikið af skemmtilegu stöffi frá helstu fastasnúðum klúbbsins. Mæli sérstaklega með að fólk hlusti á síðustu 2 þættina en þeir voru í umsjá Jurgen von Knoblauch sem er meðlimur Jazzanova. Í þessum þáttum spila Jurgen það sem hefur haft áhrif á hann í gegnum árin ásamt því sem hann er að fíla. Skemmtilegt stöff. Podcastið er hægt að nálgast hér.

paulfrick

Töffararnir hjá Little White Earbuds eru með nýtt podcast í þessari viku en það kemur frá Berlínarsnúðnum Paul Frick, en mixið inniheldur aðeins lög sem hann hefur komið við sögu í og er einhvers konar blanda af gömlu house/minimal.

Að lokum mæli ég með því að fólk hlusti á árslistaþáttinn hjá Party Zone. En listinn hefur sjaldan verið jafn fjölbreyttur og skemmtilegur og í ár. Þáttin er hægt að nálgast hér og listan hér. Skrítið samt að þáttastjórnendur þekktu ekki Orbitallife.

-Magnús Felix//magnusfelix@gmail.com

2 athugasemdir við “Syrpu Syrpu #9

  1. Fabric podcastið er skemmtileg tilbreyting frá þessum endalausu mixum sem er að finna í hinum og þessum podcöstum. Þarna eru plötusnúðar og tónlistarmenn að spila lög sem hafa haft áhrif á þá í gegnum tíðina og kynna þau með stuttu spjalli.

  2. Var búinn að spotta Fabric Podcastið hér einhverntiman skemmtilegt mjög svo,
    buinn að hlusta á Howie B part 1 og 2 og Peanutt Butter Wolf þættina mjög skemmtilegt allt saman,oft gaman að hlusta á þá spjalla aðeins um löginn og áhrif þeirra á þá 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s