Heimildamyndir

Tvær skemmtilegar heimildamyndir, gott gláp fyrir helgina.

High Tech Soul: The Creation of Techno Music mynd frá 2006 um Detroit og Techno tónlistina sem borgin hefur getið af sér, setur Detroit borg soldið á stall en er fróðleg og skemmtileg engu að síður.

We Call it Techno fjallar svo um uppruna technosins í Þýskalandi, frá upphafi 9. áratugar síðustu aldar og fram á þann 10. Margt forvitnilegt þarna, ég vissi t.d. ekki að orðið techno hefði verið notað um tónlist áður en Detroit kom til sögunnar og að danstengt raftónlist hefði átt svona miklu fylgi að fagna í Þýskalandi fyrir 1990.

Svo er líka gaman að bera myndirnar saman, We Call it Techno fjallar miklu meira um partýin, djammið, klúbbana og fólkið sem sótti þá heim á meðan High Tech Soul leggur áherslu á tónlistarmennina, snilligáfu þeirra og frumkvöðlastarf. Munurinn speglast eiginlega bara best í nafninu á myndunum.

2 athugasemdir við “Heimildamyndir

  1. Búið að vera fínt að glápa á þetta í þynnkunni.. og þetta er eiginlega búið að koma manni í stuð að fara bara út á djammið aftur í kvöld 🙂

  2. Ahhhh takk fyrir þetta Kalli buinn að langa að sja We Call it Techno í dáltinn tíma 🙂

    Þetta þýðir að nu fer eg hugsanlega ekki að sofa fyrr en seint og síðar meir ….
    Hvað gerir maður ekki fyrir Technoið sitt *dææææs* 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s