Carl Craig
Nafni minn Carl Craig hefur verið lengi að, í ár eru 20 ár síðan fyrsta lagið hans rataði á vínyl. Hér má finna link á ástralska útvarpsþáttinn Stylin’ sem reyndi að gera ferli hans skil í Carl Craig sérþætti. Mikið af eldri klassíkerum sem hafa kannski gleymst soldið í öllu remix flóðinu sem hefur komið úr herbúðum Carl Craig undanfarin misseri. Annars er ég að fara að sjá hann spila í mars hér í Groningen, hlakka mikið til!
Mr. Scruff tók öll völd í Essential Mix þættinum um daginn, fjölbreytt tveggja tíma sett frá honum sem nálgast má hér.
Hér er svo skemmtilega spontaneus upptaka frá Casanova, Bensol, Diddiluv og Hendrik, ekki búinn að hlusta á allt en byrjar í góðu house-uðu grúvi.