Í viðtali við Resident Advisor segist Alexander Omar Smith, betur þekktur sem Omar S, ekki taka þátt í „the name game“. Hann virðist samt kunna eitthvað fyrir sér í markaðsfræði og hæp sköpun því síðustu daga hefur fátt annað hefur komist á spjallsíðum og bloggum danstónlistarheimsins en vangaveltur og pælingar um Omar S (dansidans fellur í sömu gryfju með þessari færslu). Tilefni viðtalsins og vangaveltnana er væntanlegur Fabric mixdiskur sem Omar S setti saman og inniheldur bara lög eftir hann sjálfan (lesið viðtalið áður en þið hugsið „ah, alveg eins og Ricardo Villalobos gerði árið 2007“).
Omar S
Ég komst fyrst í kynni við Omar S í öðru frábæru viðtali sem birtist á Infinite State Machine blogginu árið 2007. Maður veit eiginlega ekki alveg hvað manni á að finnast um þær skoðanir sem eru viðraðar í þessum viðtölum eða manninn sem stendur á bakvið þær. Þetta er fyndið viðhorf, sett fram á óhefðbundin og óformlegan hátt, en það kemur ekki á óvart að uppi séu vangaveltur um hvort þetta sé hinn raunverulegi Omar S eða bara karakter sem hann býr til. Ákveðinn hip hop ghetto bravado fílingur í gangi sem er tilbreyting frá hógværum og feimnum þýskum technoboltum en er þetta opinská hreinskilni eða bara athyglissýki? Í það minnsta er þetta fyndin og skemmtileg lesning.
En tónlistin er það sem skiptir mestu máli og Omar S er fjölbreyttur og frábær tónlistamaður. Hann er í þessum sloppy Detroit fíling sem Moodymann og Theo Parrish eru kannski frægastir fyrir (Omar S og Theo hafa unnið saman og það er væntanleg 12″ frá Omar á Sound Signature), en tónlistin fer frá lúppuðum diskó fíling yfir í þétt amerískt techno. Árið 2008 var virkilega gott ár fyrir Omar S en tólf tommurnar „Psychotic Photosynthesis“ og „The Further You Look – The Less You See“ slógu í gegn um víða veröld. Útgáfan hans FXHE er með frábært diy framtak í gangi, hægt að fá plötur og mp3 sendar frá heimili Omars, hræódýrt en persónulegt. Fyrir þá sem vilja frekar skipta við stórfyrirtækin er svo líka hægt að tjekka á FXHE á Beatport. Að lokum er gamalt mix frá kappanum hér fyrir þá sem geta ekki beðið eftir Fabric disknum.
Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com
„fuck that shit, your just writing a lot of shit here, fuck I don’t care, what you think….“
spes gæji! (eða karakter… ?)
Er að digga fabric diskinn frá honum.
Bakvísun: Plötudómur: Omar S - Fabric 45 (Fabric) « Raf- og danstónlist á Íslandi