Soundcloud/Myspace Rúntur#1

Ætla að setja í gang nýjan lið hér á síðunni sem ég hef gefið nafnið „Soundcloud/Myspace Rúntur“, ætlunin er að benda á tónlistarmenn (og soundcloud/myspace síður þeirra) sem eru að gera góða hluti án þess þó að vera komnir á samning eða eiga að baki margar útgáfur. Byrja á smá þjóðrembing og bendi á nokkra Íslendinga sem eru að gera skemmtilegt dót. Engan vegin tæmandi listi heldur bara nokkrir góðir sem ég mundi eftir í fljótu bragði í sunnudagsþynnku.

.

Republic of Noice

Republic of Noice eða bara Axel hefur fengist lengi við drum & bass músík, hef verið svo heppinn að fá lög frá honum endrum og einu sinni og haft gaman af. Honum hefur farið mikið fram að mínu mati og nýjustu lögin á síðunni hans eru með þétt og flott sánd og góðar pælingar. Hef sérstaklega gaman af  „Play that Tape“, „Face Me“ og „You Had it Commin'“, það síðast nefnda minnir mig soldið á Break. Skora á strákinn að senda þessi lög á valin label, þetta er efni sem á algerlega erindi í útgáfu!

.

Hypno

Hypno (sem hét áður Hypnotik að ég held og gengur einnig undir nafninu Kári) er ungur og efnilegur dubstep og hip hop pródúser. Remixið sem hann gerði af „God Bless the Child“ með dOP er skemmtilega spes, bassa fílið minnir mig á Kode9, beatið er í garage fíling og vókalinn er frábrugðin flestu sem maður hefur heyrt í dubstep áður. „To the grave“ er líka skemmtilegur wobbler.

.

Einum Of

Einum Of er líka ungur og upprenandi og er á svipuðum wobbl dansgólfa slóðum í sínum dubstep smíðum. Hljóðskrár frá honum hafa m.a. ratað til Breakbeat.is snúðanna og Gunni Ewok hefur ósjaldan sett „Ninja’s Step“ á fón, enda prýðilegt lag.  (Sé það þegar ég smelli mér á myspaceið hans að hann er kominn með digital útgáfu hjá Filthy Digital til hammó með það!)

.


Subminimal

Tjörvi semur músik sem Subminimal og gerir allskyns raftóna, iidéemm ahmbíent, döbstep og drömmenbeis og er það vel. Mínimalismi er kannski það sem tónsmíðar hans í hinum ýmsu geirum eiga sameiginlegt? Ég kann m.a. vel að meta „Lifir á því sem hann Segir“, dubstep slagari þar sem Erpur er á mæknum og „Delta One“ og „Logical“ sem eru dnb rollerar sem hafa ratað í cdj’a hjá mér. Gjafmildur og góðhjartaður er hann Tjörvi einnig og býður almenningi upp á 320 kbps mp3 af dub-techno laginu „Moving Headlights in an Empty City“ undir Creative Commons leyfi. Takk Tjörvi!

Látum þetta gott heita í bili, en það er af nógu að taka og vonandi munum við benda á fleiri skemmtilega og efnilega pródúsera innan og utan landsteinanna. Áhugasamir tónlistarmenn geta smellt mp3/wav í SoundCloud dropboxið okkar hérna til hægri.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

5 athugasemdir við “Soundcloud/Myspace Rúntur#1

  1. pheeew ég er að fíla hypno

  2. Já, það er margt flott í gangi í íslenskri raftónlist um þessar mundir. 2009 verður útrásarár í músík!

  3. takk fyrir að gleyma mér:(

  4. „Engan vegin tæmandi listi.“ Hver ert þú annars?

  5. Bakvísun: DansiDans Hlaðvarp #14 – Hypno | DansiDans.com – Raf- og danstónlist á Íslandi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s