Syrpu Syrpa #11

Lucky Me er skoskt útgáfufyrirtæki/krú sem að dútlar í nýju tónlistarstefnuninni sem maður á víst ekki að kalla wonky, aquacrunk eða streetbass. Þau eru með frábært podcast/mixseríu og Jamie Vex’d annar helmingur Vex’d setti saman fyrir þau alveg fáránlega gott mix um daginn. Tónsmíðar Jamie og plötusnúðamennska hafa heldur betur tekið stakkaskiptum frá upphafsárum Vex’d en þeir settu saman einhverja hörðustu dubstep tóna sem sögur fara af, dótið sem Jamie er að semja einn þessa dagana er hins vegar í þessum illskilgreinanlega Flying Lotus/Rustie/Joker… fíling. Mjög flott, tjekkið endilega á mixinu!

.

Clever

Íslandsvinurinn Clever á og rekur New York útgáfuna Offshore sem sérhæfir sig í tilraunakenndari drum & bass og breakbeat tónum. Clever setti nýtt hlaðvarp í gang um daginn sem er í skemmtilegum Offshore fíling. Auk þess setti hann saman dubstep mix á afmælisdegi sínum, á eftir að tjekka á því en lagalistinn er þéttur.

.

Johnny D

Johnny D gerði svo syrpu fyrir Ibiza voice podcastið. Johnny D sem er þekktastur Orbitallife virðist vera sem fastur í sama gír því ýmsir effectar úr því heyrast í mixinu. Flott mix engu að síður.

2 athugasemdir við “Syrpu Syrpa #11

  1. Úff já Lucky Me er með ótrúlega góð nöfn signed. Rustie (sem gæti verið jafngamall og ég btw), Hud’mo og Heralds of Change t.d…

    En til að bæta á mixlistann er ég hér með þýskan dj sem kallar sig Dj Synflood. Þó að tæknin hans sé frekar slöpp stundum hefur hann alveg ótrúlega gott wonky/aquacrunk(flottast) lagasafn.
    (ath sum mixin nálgast 400mb)

    http://www.djsynflood.org/

  2. þetta lúkkar mjög vel, finnst alltaf gaman að tjekka á meira unknown svefnherbergjasnúðum (eða er hann kannski big name?)

    Annað fyndið sem ég var bara að taka eftir, Johnny D er að spila á gemini plötuspilara þarna, forvitnilegt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s