Föstudags flagarinn # 1

Föstudagar eru almennt hressir dagar og því liggur beinast við að
stuðla að því hér á dansidans að gera þá enn hressari.  Og hvað
hressir meira en gott techno?  Fátt, nema kannski gott sígilt techno.

Það er lagið ‘Loop’ með LFO vs. Fuse sem fær þann skemmtilega heiður
að vera fyrsta föstudagstechno lagið.  Það eru þeir Mark Bell (LFO) og
Richie Hawtin (Fuse) sem eru á bak við stykkið, sem kom út árið 1995 á
Plus 8-útgáfufyrirtæki sem Richie stofnaði með John Aquaviva.  John
þessi stofnaði síðar Beatport, merkilegt nokk!

Bassatromma með of háan blóðþrýsting, grimmt 909 beat og einfaldar
melodíur einkenna lagið sem hefur allt sem gott technolag þarf að
hafa;  greddu, grúv & sál!

Umrætt lag lifir enn góðu lífi 14 árum síðar, og er til dæmis að finna
á Fabric 42 sem Ame settu saman ekki alls fyrir löngu.

Jón Frímannson

2 athugasemdir við “Föstudags flagarinn # 1

  1. leopoldkristjansson

    Ame Fabric mixið er náttúrulega með því besta sem gerðist á seinasta ári. Frábært lagaval.

  2. „Bassatromma með of háan blóðþrýsting, grimmt 909 beat og einfaldar
    melodíur“
    Ekki má gleyma Woodstickinu :p

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s