Helgin 20.-22. febrúar

Mikið af skemmtilegu dóti að gerast um helgina.

.mynd_0527633

Fyrst og fremst ber að minnast á kvöld sem  Party Zone og TFA eru að halda á NASA á laugardaginn með þýska technoboltanum Stephan Bodzin. Ég mætti þegar hann spilaði hérna síðast, skemmti mér konunglega og mæli því hiklaust með því að fólk kíki á þetta. Ásamt Bodzin mun íslenski tónlistarmaðurinn Oculus spila live sett og plötusnúðarnir Karius & Baktus, Hjalti Casanova og Biggi Veira snúa skífum. Veit samt einhver hvort Bodzin verði live eða með dj sett?

Fyrir þá sem ekki langar á Bodzin en langar samt að dansa, mæli ég með því að kíkja á Cultura þar sem Jón Atli ætlar að spila nýtt deep house, býst við að það verði gott stöff..

..

someoneels

Á föstudaginn eru Someone Else að halda partý á Jacobssen. Karius & Baktus verða bakvið spilarana ásamt Mr Shaft. Þannig að búast má við pumpandi húsi í bland við latin minimal á Jacobssen sem er án efa einn mest spennandi staðurinn í Reykjavík núna. Eftir að hafa kíkt þarna á árslistakvöld Party Zone er ég spenntur að sjá hvernig rætist úr þessum stað.

Sama kvöld er Maggi nokkur Lego að spila á nýja skemmtistaðnum Kafka áður þekktur sem 22. Maggi Lego setti upp síðu á facebook þar sem hægt er að nálgast mixin hans og finnst undirrituðum þau alveg frábær. Kafka virðist ætla að taka svipaða stefnu og Barinn gerði hérna áður fyrr og eru það mjög góðar fréttir, ég held að ég hafi ekki verið einn um það að verða fyrir vonbrigðum þegar Barinn hætti.

Einnig er vert að taka fram að einn af kröftugustu hip hop snúðum klakans Addi Intro verður bakvið spilarana á Prikinu á föstudaginn.

Magnús Felix//magnusfelix@gmail.com

One response to “Helgin 20.-22. febrúar

  1. leopoldkristjansson

    Frekar feit helgi sýnist mér!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s