Djammrýni – PZ og TFA: Stephan Bodzin @ NASA 21.02.2009

Ég mætti heldur seint á Nasa eða um 2 leitið. Þegar ég gekk í hús voru Biggi Veira og Casanova að spila og stemningin góð. Það sem ég furðaði mig mest á var hvernig crowdið var, en það einkenndist af óhugnalega stórum og ljósabekkjabrúnum  mönnum. Hefur þetta alltaf verið svona eða er þetta eitthvað sem hefur þróast undanfarinn ár? Ég hef ekki mætt á svona risa-klúbbakvöld á Íslandi í nokkurn tíma en mig minnir sterklega að crowdið hafi ekki verið svona einsleitt.

En tónlistin var skemmtileg og það skiptir mestu máli. Þeir félagar spiluðu skemmtilega tónlist, þéttir og voru í góðu samræmi við stemmninguna.Eitthvað heyrði ég að Biggi hefði verið að spila nýtt GusGus dót en þori ekki að fullyrða það sjálfur.

Næst var komið að Oculus. en hann spilaði einhvers konar blöndu af minimali og electro house (þ.e. gott electro house – líkt og sá geiri var áður en hann varð það drasl sem hann er í dag). Þetta sound tryllti gjörsamlega lýðinn og verð ég að segja að mér fannst það geðveikt, skil núna afhverju labelinn bíða í röðum eftir að gefa hann út.

Um 3 leitið var síðan komið af Bodzin. Ég hefði vonast eftir því að hann tæki live sett en sú varð ekki raunin. Bodzin hóf leik á pumpandi technoi sem hann gerði svo fjölbreyttara með DJM 800 effectunum. Kannski var það bara vegna þess hve góður Oculus var, en mér fannst Bodzin alls ekki standa undir væntingum. Hann spilaði margt skemmtilegt en náði ekki sömu hæðum og Oculus.

Ég hef ekki verið mikill Bodzin aðdáandi en mér fannst hann skemmtilegri þegar hann kom 2007 heldur en núna. Kannski er það bara af því að ég er orðinn þreyttur á ,,blautu“ technoi (hugtak sem ég útskýri seinna) eða kannski er hann bara einfaldlega verri plötusnúður en live artist. Ég þori ekki alveg að fara með.

Annars fannst mér kvöldið skemmtilegt, Party Zone og co. eiga lof skilið fyrir að halda svona kvöld eins og ástandið er núna og ég vona þeir haldi áfram á sömu braut.

Magnús Felix // magnusfelix@gmail.com

2 athugasemdir við “Djammrýni – PZ og TFA: Stephan Bodzin @ NASA 21.02.2009

  1. uhuhuh ég er að sjá allsstaðar hvað Oculus var góður, sá hann á Airwaves 2008 þar sem hann var geðveikur, hefði alveg verið til í að vera þarna á laugardag 😦

  2. Vá hvað mig hefur vantað þetta orð lengi ánþess að fatta það, blautt teknó.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s