Plötudómur: Guido – Orchestral Lab (Punch Drunk)

Guido
Orchestral Lab / Way You Make Me Feel
Drunk011
Punch Drunk
Dubstep / Grime
4/5

.

Guido er ungur Bristolbúi sem ásamt félögum sínum Gemmy og Joker er að gera einstaklega forvitnilega tónlist sem blandar áhrifavöldum úr ýmsum áttum saman í forvitnilegan kokteil. Grime, dubstep, g funk hip hop og 80’s electro er það sem kemur upp í hugann en útkoman er sérkennileg, hálf kjánleg en ótrúlega funky. Punch Drunk útgáfa Peverelist gefur út fyrstu 12” Guido og er gripurinn kostakaup.

“Orchestral Lab” setur saman melódíska og epíska strengi, píanó lick og allskyns syntha grúsk yfir crunk skotið 808/909 bít. Útkoman er hip hop skotinn headnodder sem verður betri eftir því sem þú hækkar meira í græjunum. “Way You Make Me Feel” er á svipuðum slóðum, staccato legur bassi og synthi mynda drífandi grun undir hljóðgervla leikfimi, arpeggiatorar og hljómar hringsnúast í kringum hvorn annan og takast á við jazzaða píanó línu. Cheesy en fallegt lag.

Þegar wobblaðir dansgólfatryllar tóku að taka yfir dubstep senuna í kringum 2007 hélt maður tímabundið að framtíð stefnunnar lægi í techno-dubstep bræðingi annars vegar og endurvakningu garage arfleiðarinnar hins vegar, geirar sem hafa getið af sér úrvals tónlist en taka sjálfa sig þó helst til hátíðlega. Listamenn eins og Joker, Zomby, Rustie, Ikonika og nú Guido sýna með tónsmíðum sínum fram á hvernig dubstep getur verið skemmtileg og framúrstefnuleg á sömu stundu, haft húmor en samt verið töff og hentað fyrir dansgólfin sem og svefnherbergið.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

Tóndæmi
Juno Player

Kaupa
Boomkat | Juno

Hlekkir

Guido á Myspace
Punch Drunk á Myspace

One response to “Plötudómur: Guido – Orchestral Lab (Punch Drunk)

  1. Náði í 29 mín mix með guido lögum sett saman af honum, er að fíla það.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s