Föstudags flagarinn #2

Föstudagsflagarinn að þessu sinni inniheldur engar trommur. Það er spurning hvers vegna Carl Craig fór þá leið að sleppa trommunum. Ég hef stundum velt því fyrir mér hvort trommuheilarnir hans hafi verið í láni. En ég hugsa að án bassatrommu sé lagið enn epískara, auk þess að vera gríðarlega rythmískt svona trommulaust . Í hvert sinn sem ég hlusta á það byrja ég allavega að hreyfa mig ómeðvitað!

Flagari vikunnar keyrir á hlýjum en samt beittum synthum, sem bera mikinn Detroit þokka. Craig ráðskast með hljóðin og skeytir inn víruðu kvenmannsöskri við og við eftir því sem lagið byggist upp. Lagið hefur skemmtilega framvindu og nær að byggja upp gríðarlega spennu,hughrif sem hefðu eflaust ekki náðst ef trommuheilarnir hefðu ekki verið í láni.

Eftir að hafa verið að brasa í ýmsum verkefnum fyrri hluta aldarinnar,ss. The Detroit Experiment fór Carl Craig aftur að brugga techno músík. Hann hefur dælt út fullt af slögurum, mest megnis endurhljóðblöndunum sem hafa gert virkilega góða hluti hvar sem litið er. Einnig hefur útgáfufyrirtæki hans, Planet E lengi verið eitt það virtasta í bransanum og hróður þess aðeins aukist undanfarin misseri.

Ég segi það þó fullum fetum, að þrátt fyrir ótrúlega gæfuríkann
útgáfuferil, sé þessi föstudagsflagari það allra besta sem Carl Craig hefur komið nálægt – hendur niður.

Jón Frímannson

7 athugasemdir við “Föstudags flagarinn #2

  1. Bjössi sæti Valsari

    Já það er alveg helsúrt að hans besta lag og eitt besta technolag allra tíma skuli verða trommulaust.

    Það eru bara snillingar sem pulla svona af.

  2. Þetta lag stenst sko tímans tönn. Betra nú en nokkru sinni fyrr!

  3. lord í lord – hvað er langt síðan að ég hef heyrt þetta lag – très bein

  4. klikkað lag!

    ég skora enn á þig að taka trommulausu syrpuna sem við ræddum um daginn Jónfrí, þetta lag, Roar með Patrice Baumel, Mifune betless version með Ame og Enfants með Ricardo, væri flott!

  5. Hehehe það væri létt! Kannski prófa ég það einhverntíma og sé hvernig það leggst í fólk 🙂

  6. Mig minnir að sama kvenmannsöskur hafi verið notað í The Phonenix(man ekki alveg nafnið) með God Within

  7. kannski geturðu fengið trommuheilana hans carl craig lánaða og smellt einni 808 inn á korters fresti, myndi gera allt keraaaaazy

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s