Slices

Samskiptarisinn t-Mobile eyðir einhverjum evrum af markaðssetningar aur sínum í dvd seríuna Slices og tímaritið Electronic Beats. Þetta er fínt framtak og gerir það að verkum að sauðsvartur almúginn getur nálgast bæði Slices og Electronic Beats endurgjaldslaust. Þessu er reyndar ekki dreift á Íslandi en í ófáum vefverslunum getur maður fengið Slices frítt með pöntunum sínum, mæli með því þar sem þetta getur verið fróðleg og skemmtileg leið til þess að stytta sér stundir. Electronic Beats tímaritið ber hrikalega hallærislegt nafn og er pinku hallærislegt á tímum en Slices er yfirleitt vandað og skemmtilegt.

Þessi færsla er samt eiginlega bara yfirvarp, langaði aðallega að pósta upp þessu viðtali sem Electronic Beats áttu við hin kanadíska Mole:

.

Frábært viðtal, óhefðbundið og lifandi, við listamann sem er það líka. Mæli líka með breiðskífunni hans „As High as the Sky“ frá því í fyrra og podcastinu sem hann gerði fyrir Resident Advisor.

hlekkir:
Slices á Vimeo
Mole á Myspace

One response to “Slices

  1. The Mole er of töff í þessu myndbandi. Við ættum að hanga meira með honum

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s