DansiDans hlaðvarpið ætti auðvitað að vera meira en nóg fyrir ykkur þessa vikuna! En hér eru linkar á aðrar góðar syrpur sem hafa barið eyru okkar undanfarið.
.
Í vikunni datt inn nýr kafli í Autonomic Podcastinu, getið náð í mp3 eða gerst áskrifendur hér. Instra:Mental og dBridge setja saman þessar syrpur og blanda þar eldri áhrifavöldum úr ýmsum áttum við glænýtt drum & bass og dubstep, lagalistarnir eru ekki birtir en ef maður er klár á internetinu ætti ekki að vera mikið mál að grafa þetta upp.
Anja Schneider og félagar hennar hjá Mobilee settu á dögunum í gang podcast, þeir eiga ágætis back catalogue og ófáa hæfileikaríka snúða og listamenn á sínum snærum.
Ég veit ekki hver DJ Vorn er en hann setti saman rosalega Hacienda Classics syrpu þar sem ófáir dansklassíkerar koma við sögu. Mæli með því!