Föstudagsflagarinn #3

Ef það er eitthvað nafn í teknóinu sem hljómar gersamlega solid þá er það Slam. Segir einhvern vegin allt. Hljómar líka mun betur en Stuart McMillan & Orde Meikle. Í gegnum árin hafa þeir félagar framreitt eðal house & techno músík fyrir dansþyrsta, bæði sem pródúserar og á útgáfufyrirtæki sínu, Soma Records. Þeir uppgvötvuðu meðal annars Daft Punk, merkilegt nokk!

Ég hef alltaf borið virðingu fyrir köppunum því þeir hafa verið eins og klettur í þessum tískubylgjum sem ríða yfir danstónlistarheiminn með reglulegu millibili. Ef þú vilt solid house & techno, pumpandi og dansvænt, þá finnuru það hjá þeim. Auðvitað víðar, en þið skiljið. Þeir hljóta því þann heiður að eiga þennan föstudagsflagara! Ég spilaði þetta sl. helgi og það komu amk. tveir plötusnúðar í búrið og lýstu yfir ánægju sinni. Frá 1993 og ennþá brakandi ferskt, ‘Positive Education’…

Jón Frímannsson

7 athugasemdir við “Föstudagsflagarinn #3

  1. frábær flagari! stone cold klassík! spilaði þetta einmitt um daginn hér í Hollandinu virkaði mjög vel en ekki fannst mér krádið þekkja þetta, n00bs!

    bad company bætuðu þetta svo heldur betur á sínum tíma: http://www.youtube.com/watch?v=WWzSdPPftgU

  2. Mökkflagaður flagari!

  3. Símon fknhndsm

    össs gamli öss!

  4. úrvals techno alltaf á föstudögum hjá þér

  5. We call it deggnó!

  6. leopoldkristjansson

    Þetta lag er alveg beint í mark. Ekki spurning. Ég var tíu ára þegar það kom út… og ég ætla ekki að reyna að ljúga því að ég hafi þekkt það þá.

  7. Árni Valur félagi minn betur þekktur sem
    Dj Vector var alltaf langt á undan sinni samtíð í musik og kynnti mig fyrir Slam ,

    Þetta er hugsanlega það allra fyrsta sem að ég heyrði í dansi músik,
    Minnir mig á þegar að eg gerði mér ferð uppi Garðabæ að heyra svona stuff á SL´unum hans skemmtilegt að rifja þetta upp 🙂
    Geggjað lag

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s