Jútjúb Miksteip #5 – Huldumenn

Þemað í þessu mixteipi eru tónlistarmenn sem eru nafnlausir eða andlitslausir með einhverjum hætti, t.d. með því að að hylja andlit sitt á myndum og á sviði, með því að láta raunverulegt nafn sitt hvergi tengjast tónlistinni eða með því að neita því að koma fram opinberlega.

Kannski soldið samhengislaust tónlistarlega séð, en allt er þetta góð músík engu að síður.

.

1. Drexciya – Hydro Theory
Drexciya bjuggu til goðsagnakenndan söguheim í kringum nafn sitt og undir því gáfu þeir út fyrirtaks electro og techno. Undir lokin var það orðið opinbert leyndarmál hverjir stóðu á bakvið nafnið en Drexciya leið undir lok þegar annar meðlimurinn  James Stinson lést langt fyrir aldur fram árið 2002. Get ekki sagt að ég sé ofsa vel að mér í tónlist Drexciya, eitthvað sem ég á alltaf eftir að kafa betur í (verðið á plötunum er ekki beint lokkandi samt!), en Hydro Theory er alger banger! (p.s. föttuðuð þið „kafa betur í“ orðaleikinn… hö hö hö!)

.


2. Galaxy 2 Galaxy – Hi Tech Jazz

Underground Resistance hafa merkilega og töff hugmyndafræði, hluti af henni er viðhorf Mike Banks, e.þ.s. Mad Mike, til ljósmynda en hann hylur ávallt andlit sitt þegar hann er myndaður. Þegar ég var yngri hélt ég alltaf að UR hlytu að vera jafn harðir og töff og þeir líta út fyrir að vera á myndum en svo hef ég heyrt og lesið viðtöl þar sem þeir virka sem mestu ljúfmenni, fyrrnefndur Banks þjálfar til að mynda ungmenni í hafnaboltaliði.

.


3. Redshape – The Playground
Ólíkt UR hefur mér alltaf þótt hugmyndafræði Redshape hálf þvinguð og tilgerðarleg, auk þess sem gríman sem hann notar er asnaleg. En tónlistin er góð.

.4. Burial – Broken Home
Áður enn hallærislegur og siðlaus slúðurblaðamaður setti af stað herför til þess að komast að því hver væri á bakvið tónlist Burial vissi enginn hver Will Bevan var. Tónlistinn verður auðvitað ekki verri við það að vita uppruna hennar en samt hefur hin dularfulli sjarmi horfið. Broken Home er eitt af allra bestu lögum Burial að mínu mati.

.


5. Doom – Lightworks
Doom hylur andlit sitt með fallegri grímu er hann fer með rímur sínar á sviði. Hefur alltaf þótt hann soldið hit & miss gaur sem á frábær lög inn á milli. „Lightworks“ er tekið af væntanlegri breiðskífu Doom en takturinn var upphaflega á Donuts plötu J Dilla.

..


Bónus! Afefe Iku – Mirror Dance

Sumir héldu að Osunlade væri Afefe Iku en svo er víst ekki. Afefe Iku er víst bara Afefe Iku. Eða hvað? Mirror Dance er allavega rosalegt lag!

4 athugasemdir við “Jútjúb Miksteip #5 – Huldumenn

 1. Ég elska bónus lagið:) , ég sá Villalobos spila þetta lag seinasta sumar , hann var búinn að spila í nokkra tíma og orðið verulega þungt í settinu hjá honum og margir orðnir þreyttir eftir 7 tíma dansveislu þá skellti hann mirror dance á fóninn og ég sver það að það sat ekki neinn einasti maður 🙂 svo hélt fjörið áfram til klukkan hálf tíu um morguninn 🙂

 2. Drexciya og Galaxy 2 Galaxy, góð tvenna! Finnst þessi gamli hljómur alveg vera að ganga í endurnýjun lífdaga hjá mér þessa dagana. Lög eins og Hi Tech Jazz eru gott mótvægi við mikið af þessu Electro House sulli sem flæðir á milli í dag. Gamalt eðal hús!

 3. Já þar er ég alveg sammálla Bjarka,
  buinn að vera að hlusta mikið á UR undanfarið ,
  og er lika buinn að vera að detta dáltið mikið i 90´s Acid House og Electro,
  til endalaust mikið af góðu efni fra þessum tíma

  Skemmtilegt þetta Kalli 🙂

 4. drexciya er algjor snilld! partur af drexciya lore-inu ma finna her:

  http://drexciyaresearchlab.blogspot.com/2007/04/drexciyan-flood.html

  thad eru ekki bara blackmetalhausar sem geta skrifad gott lore utanum tonlistina sina….

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s