Fyrst langar benda á tvö podköst sem hafa verið fáránlega góð síðustu vikur. Írska Bodytonic batteríið stendur að skemmtilegri vefsíðu, klúbbakvöldum og öðru stússi, podkastið þeirra hefur verið spennó undanfarið með syrpur frá mönnum á borð við Daniel Wang, Dj Craze, Noze og Omar S algerlega áskriftarinnar virði. Það ætti kannski ekki að þurfa að benda lesendum þessarar síðu á Resident Advisor podcastið en við gerum það nú samt af því að tveir síðustu hlutar þess hafa verið ofsa spennó, í fyrsta lagi var DJ Koze með flotta og fjölbreytta syrpu og í öðru lagi er þar frábært live sett frá Surgeon, techno og dubstep bræðingur.
Að öðru leiti er rétt að velja íslenskt þessa vikuna. Mikið framboð af skemmtilegum syrpum frá íslenskum snúðum á veraldarvefnum. Árni Kristjáns gerði stórskemmtilegt boogie mix, Jónfrí smellti í eina djúpa hús syrpu og Haukur úr fknhndsm er á öðruvísí húsnótum á blogginu sínu. Kári Hypno smellti svo fínu dubstep mixi á huga.
Að lokum ætla ég að plögga mitt eigið mix sem vitaskuld ber höfuð og herðar yfir öll hin mixin!
Februar mixið er mjög gott..
takk fyrir mig