Warp20

Hin goðsagnakennda Warp útgáfa verður 20 ára á árinu. Þeir hafa gefið út ófáa klassíkina í gegnum árin, Warp hefur aldrei staðnað, er alltaf að þróast og takast á við nýja hluti oftast á lifandi og skemmtilegan hátt, hvort sem það er í tónlist, myndböndum, vefsmíðum eða grafískri hönnun. Á upphafsárum sínum var Warp acid house label og frumkvöðlar í hinu svokallaða bleep house sándi sem listamenn eins og LFO fullkomnuðu, þegar fram liðu stundir urðu þeir hins vegar þekktastir fyrir hið illskilgreinanlega idm sánd og voru með listamenn á borð við Aphex Twin, Squarepusher, Boards of Canada, Autechre og fleiri á sínum snærum. Frá aldamótunum hafa þeir hins vegar fært út kvíarnar og í dag er erfitt að njörva þá niður í einhvern tiltekinn flokk eða kenna þá við einhvera tiltekna tónlistarstefnu. Einfaldlega frábært label og til fyrirmyndar á margan hátt.

Þeir ætla að halda upp á afmælið sitt á margvíslegan hátt, eitt skemmtilegasta framtakið er „The Vote“ þar sem aðdáendum gefst kostur á að kjósa sín uppáhalds Warp lög. Þau lög sem hljóta flest atkvæði verða svo gefin út á safnskífu seinna á árinu. Hver notandi hefur 50 atkvæði en þar sem 10 lög verða kosin á diskin (önnur 10 valin af Warp) ætla ég að smella mínum 10 uppáhalds hérna inn, væri gaman að sjá hvað lesendum finnst í athugasemda dálknum.

1. Aphex Twin – Girl/Boy Song
2. Boards of Canada – Turquoise Hexagon Sun
3. LFO – LFO
4. Nightmares on Wax – Les Nuits
5. Squarepusher – Tundra
6. DJ Mink – Hey! Hey! Can You Relate?
7. Battles – Atlas
8. Flying Lotus – Tea Leaf Dancers
9. Aphex Twin – Flim
10. Thomas – Mindsong

p.s. þetta er ekki í neinni tiltekinni röð heldur bara lög sem ég myndi vilja sjá rata á safnskífu af þessu tagi, þá áskil mér rétt til þess að endurskoða og betrumbæta þennan lista þar sem ég er viss um að ég hafi gleymt einhverju.

2 athugasemdir við “Warp20

  1. Seefeel – Fracture
    LFO – LFO
    BOC – Eagle in Your Mind (Stereolab mix)
    Tricky Disco – Tricky Disco
    Link – Antacid
    Nightmare on Wax – Les Nuits/Nights Interlude
    Luke Vibert – I Love Acid
    Clark – Ted (Bibio Rmx)
    The Other People Place – You Said You Want Me
    Elecktroids – Midnight Drive
    Aphex Twin – Alberto Balsalm
    Autechre – Vletrmx

  2. Bakvísun: 20 ára afmælispakki frá Warp « Raf- og danstónlist á Íslandi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s