Rafmögnuð Reykjavík

Ég varð soldið sár þegar ég sá að heimildamyndin Rafmögnuð Reykjavík fór í sýningar í haust á RIFF og Airwaves hátíðinni. Ég var ekki á landinu og reiknaði einhvern vegin með að það yrði erfitt að berja myndina augum eftir að kvikmyndasýningum lyki. En fyrir tilviljun komst ég að því að hægt er að horfa á myndina í fullri lengd á internetinu.

Um er að ræða heimildarmynd um rafræna danstónlist á Íslandi, senuna sem hefur myndast í kringum hana og sögu hennar. Þetta er fínasta mynd, blandar saman nýjum og gömlum tíma á skemmtilegan hátt og tengir Ísland skemmtilega við það sem var að gerast út í heimi á þessum tíma.

Það er soldið erfitt að dæma um fræðslugildið þar sem að ekki kom mikið fram sem maður vissi ekki áður en eflaust veitir myndin óinnvígðum góða innsýn í heim raftónlistar. Margir skemmtilegir punktar sem koma fram,  sjónarmið ýmisra íslenskra frumkvöðla tóna skemmtilega saman og svo er alltaf gaman að sjá upptökur af því hvernig hlutirnir fóru fram í gamla daga. Frábært framtak og góð heimild um liðina tíma!

11 athugasemdir við “Rafmögnuð Reykjavík

  1. Djöfull er þetta töff mynd, er að luva hárgreiðslurnar á fólki

  2. Ég horfi pottþétt á þetta þegar ég er aðeins minna þreyttur.

  3. Já, þessi mynd er mjög fín. Sakna reyndar nokkurra andlita úr senunni en það sem er þarna er mjög flott!

  4. algjör snilld, var að leita af þessu fyrir nokkrum vikum… takk kærlega dansidans !

  5. ooooh slöknar alltaf á myndinni þegar hún er hálfnuð sirka ;/ langar svo að klára hana, veit eitthver hvað vandamálið er?

  6. Kom líka fyrir mig nokkrum sinnum. Prufaðu að leyfa myndinni að loada alveg áður en þú byrjar að horfa á hana. Það virkaði fyrir mig

  7. Fábær mynd ! Mjög gaman að fá innsýn í eldri tíma.

  8. happy days…

  9. loksins þegar maður gefur sér tíma í hana að þá er hún offline..

    crap!

  10. Afsakið hlé.

    Vefsíðan var til prufu. Linkurinn lak.

    Ég er höfundur myndarinnar. Hún mun koma út á DVD og RÚV.

    Einhverjar spurningar sendið mér póst.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s