Plötudómur: Omar S – Fabric 45 (Fabric)

Omar S
Fabric 45
Fabric
Fabric89
House / Techno
3,5 / 5

Þessi plötudómur verður í svokölluðu “live blog” formi, sem kannski mætti heimfæra á okkar ástkæra og ylhýra móðurmál sem bloggað í beinni. Þetta form er komið frá því þegar bloggarar eru að fylgjast með einhverjum stórviðburðum og segja frá upplifun sinni jafnóðum, hugleiðingar mínar um Fabric diskinn hans Omar S er að sjálfsögðu stórviðburður! Að öllu gríni slepptu þá er hugmyndin af þessari pælingu fenginn frá danstónlistar bloggaranum geðþekka Teleost og mér finnst þetta skemmtileg tilbreyting við hefðbundna plötudóma formið. Ég mun sumsé skrásetja skoðun mína á þessum mixdisk sem og aðrar hugmyndir og hugleiðingar um leið og diskurinn rúllar í gegn á forlátu Yamaha græjunum í Bruine Ruiterstraat 8B.

01. Omar S – Polycopter
02. Omar S – Flying Gorgars
Fyrsta lagið er í þyrluspaða-technofíling eins og nafnið bendir til, bítið kemur skemmtilega inn, vel mixað og byrjar vel. Þessi Fabric diskur Omar S hefur verið mikið á milli tannanna á fólki og vakið athygli eins og við bentum á um daginn hér á dansidans. „Flying Gorgars“ er í góðu Detroit grúvi, syntha riffið filterast fram og aftur sem gefur laginu soldin live improv fíling auk þess sem takturinn er brotinn skemmtilega upp inn á milli.

03. Omar S – Strider’s World
04. Omar S – Oasis Four
Þung bassatromma tekur öll völd, áður en 8-bit tölvuleikjaleg synthalína lætur á sér kræla yfir einfaldri hljóma lúppu. Aftur byggja filter-fimleikar og hljóðstyrkur upp ákveðna spennu sem er aldrei leyst almennilega úr læðingi heldur bara byggist hún upp og leiðir hægt og sígandi inn í næsta lag. „Oasis Four“ er á house skotnari nótum, klassísk trommuheilasánd byggja upp gott grúv í kringum lúmska hljómborðalúppu. Omar S hefur bæði house/soul tengt sánd sem byggir á sömplum og svo meiri techno fíling sem er elektrónískari, við fyrstu hlustun á þessari skífu fannst mér hann ekki alltaf brúa bilið á milli þessara geira nógu vel.

05. Omar S – Cruisin Conant
06. Omar S – U
„Cruisin Conant“ er mónótónískt dj tool, skemmtilegt swing á taktinum og síbreytilegir hi hattar halda þó smá lífi í laginu. Syntha línan í „U“ minnir mig ótrúlega mikið á bassalínuna úr klassíkernum „Energy Flash“, ripoff? Tölvukenndir vókalar mæta til leiks, „just a matter of time /  you’re going to be mine“ syngur þessi óþekkti maður, „it’s on youuuuuu / what you wanna do“.  Röddin er klínísk og hrein, umfjöllunarefni söngsins contrastar þannig skemmtilega við tæknilegt og tilfinningalaust grúvið. En shit hvað þetta minnir mig á „Energy Flash“…

07. Omar S – Oasis 13-1/2
08. Omar S – 1 Out Of 853 Beats
Omar leiðir okkur yfir í aðeins léttari tóna, djúpur bassa botninn hverfur og í staðinn birtist „hendur upp í loft“ synthi í elektró fíling, í kringum hann vefur Omar svo píanó grúv. Þetta er slagari, ég er farinn að dansa í stólnum. „1 Out Of 853 Beats“ er hins vegar í dimmara og drungafyllra. Aftur minnir syntha línan mig á gamla klassík, „Positive Education“ með Slam, sem Jónfrí póstaði hér um daginn sem föstudagsflagara.


09. Omar S – Simple Than Sorry
10. Omar S – Psychotic Photosynthesis
Ýmiskonar ásláttarhljóðfæri bergmála hér yfir drífandi bassatrommu, svo koma fleiri hljóð til sögunar sem ég kann ekki að gera skil, en þetta er grípandi. „Psychotic Photosynthesis“ fær gott trommuintro áður en seyðandi laglínan birtist. Ótrúlega flott. Nú hækkar maður í græjunum og vonar að nágranninn sé ekki heima, alger klúbbatryllir. Synthalúppurnar fléttast saman og aðallaglínan dansar ofan á þeirri fléttu, dubbað grúv. Manni langar að þeysast um á hraðbrautum Michigan með þetta í græjunum, helst í kagga sem Omar S setti saman hjá Ford þar sem hann vinnur víst á daginn.

11. Omar S – The Maker
12. Omar S – A Victim
„The Maker“ er hins vegar algert antiklímax, eftir alla uppbygginguna úr laginu á undan, dáleiðandi teknó væb er farið yfir í eitthvað divu house dæmi. Söngkonan er þar að auki frekar leiðinleg… Svona skyndilegt stefnuflakk er vandmeðfarið og það er ekki að ganga upp hjá Omar S hérna. Þessi tvö mix eru soldið hrá þar að auki, tóntegundirnar ekki að blússa saman. Ætli Omar S notið mixed-in-key? „A Victim“ er samt töff lag, sneril-drifin techno fílingur og seyðandi söng sömpl.

13. Omar S – Oasis One
14. Omar S – Blade Runner
Ég er að verða búinn með techno-lýsingarorða forðann minn… Hljóðin í „Oasis One“ minna mig soldið á UR, drungaleg en vongóð á sama tíma. Ryþminn vinnur líka skemmtilega með bassalínunni, congo trommur lífga þunglamalegan botnin við. Í „Blade Runner“ koma double tempo hi hattar í staðinn fyrir congo trommurnar, læf sándið í trommunum er mótvægi við ómelódíska synthana. Það er gamal Detroit blær yfir hljóðunum sem mynda „Blade Runner“, sennilega harðasta lag disksins.

15. Omar S – Day
16. Omar S – Set Me Out
Að fara úr „Blade Runner“ yfir í „Day“ er algjört stílbrot, en hérna gengur það upp. „Day“ er house lag í flottum diskó fíling, snýst meira eða minna í kringum tveggja takta Supremes sampl. Raddirnar færast fram og aftur í mixinu, ekki eftir kúnstarinnar reglum heldur bara geðþóttarákvörðunum Omar S á mixernum að því er virðist, sloppy læf væb. „Set Me Out“ er seiðandi og melódískt og í þetta skiptið er það skemmtilegur söngvari sem þenur raddböndin. Fínt lokalag á fínum disk, á mjög góða spretti og sem eru þó slitnir í sundur með óheppilegu lagavali á tímum.

Tóndæmi
Juno Player

Kaupa

Boomkat | Juno | Fabric áskrift

Hlekkir
Omar S – Fabric 45
FXHE

3 athugasemdir við “Plötudómur: Omar S – Fabric 45 (Fabric)

  1. Mér finnst þetta fínasti diskur hjá kappanum, ekkert meistarastykki þó. Finnst omar takast betur upp með að gera fabric disk með sjálfum sér heldur en ricardo villalobos.

    3/5

  2. er ósammála, fannst Villalobos diskurinn betri og meika meira sense sem heild, skemmtilegra flow og så videre. En skoðanir eru víst eins og rassgöt…

  3. Já villalobos diskurinn var heilsteyptari afurð, en ég dæmi þetta nú aðalega útfrá skemtanagildi sem tónarnir hafa fyrir mig.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s