Það er enginn annar en Marshall Jefferson sem á föstudagsflagarann þessa vikuna, en hann er af mörgum talinn vera einn af frumkvöðlum housetónlistarinnar, þá sérstaklega jackin´housins sem er kennt við Chicago. Hann hefur gefið út mikið af frábæri tónlist, meðal annars á hinu goðsagnakennda Trax.
Hann gerði hið ódauðlega lag Move Your body sem virðist ennþá virka hvar sem það er spilað. Það er hins vegar ekki flagari vikunar heldur lagið Mushrooms.En í laginu segir Marshall frá því þegar hann tók sveppi í fyrsta sinn. Ekki veit ég hvort þessi saga sé sönn, en lagið er að engu síður frábært. Ég komst fyrst í kynnum við lagið þegar ég heyrði remixið hans Justin Martin af laginu sem ég mæli einnig með að fólk tékki á.
Magnús Felix //magnusfelix@gmail.com
Heyrði Martin Eyerer mix í dag af þessu lagi… skítsæmilegt. Á eftir að tékka á Justin Martin
maður er ekki að standa sig í flaginu!!!
ætlaði reyndar að koma með laugardagsflagara en það virðist vera of seint!
Annars spilaði ég justin rmx af þesssu auk þess að spila 2 af sl. 3 flögurum á jacobsen í gærnótt…. liðið gersamlega trylltist við c2 mixið af dave angel. Lfo vs. fuse þótti ekkert slor heldur …
Ég kem með flagara að ári.