Jútjúb Miksteip #6 – halfstep/half-tempo drum & bass

Þegar jungle kom fyrst fram á sjónarsviðið var eitt af auðkennum þess hvernig það tengdi takta og trommur sem sem voru í kringum 150-160 bpm við dub skotnar bassalínur sem virkuðu eins og þær væru um helmingi hægari. Bassinn skapaði þar einskonar jarðtengingu við hraðar taktaleikfimina.

Nokkrum árum síðar var drum & bass búið að festa sig í sessi í kringum 170 slög á mínútu. Þá fóru nokkrir tónlistarmenn að fikta við að semja lög þar sem takturinn og aðrir hlutar lagsins virtust rúlla á hálfum hraða, þ.e.a.s. í kringum 85 bpm, á svipuðu róli og mikið af dub tónlist og rólegu hip hopi. Kannski er þetta allt saman bara skilgreiningaratriði, ég er ekki nógu vel að mér í tónlistarfræðum til þess að skera úr um slíkt, en hér að neðan eru í það minnsta nokkur vel valin half tempo / halfstep drum & bass lög. Takið eftir því hvernig orkan og krafturinn í þessum lögum er allt öðruvísi heldur en í hefðbundinni kick-snare drum & bass tónlist.

.


1. Digital – Deadline (31)
Ég held að ég fari rétt með þegar ég segi að Deadline hafi verið eitt af fyrstu lögunum í þessum gír og Digital ásamt félaga sínum Spirit á mikið lof skilið fyrir að hafa komið þessu sándi á kortið. Digital tengdi saman reggeaskotinn sömpl við old skool/reif hljóðheim, allt byggt á sterkum grunni flott sem hinn massífi bassi myndar.

.


2. Amit – Immortal (Commercial Suicide)

Amit vann vel úr arfleið Digital og mætti kannski kalla hann erfðarprins halfstepsins. Hann hefur tosað og teygt þessar pælingar í ýmsar áttir og hefur sett saman grjótharða gólfatrylla en líka lög eins og Immortal, sem er epískt og fallegt lag. Mér finnst alltaf eins og þetta lag eigi heima í sándtrakki við einhverja Hollywood stórmyndina en það er að finna á Neverending breiðskífu Amit frá árinu 2006.

.


3. Breakage – Clarendon (Digital Soundboy)
Á breiðskífu Breakage, “This too shall Pass”, var heill diskur tileinkaður downtempo dub, dnb og hip hop pælingum. Clarendon kom þó út aðeins síðar, gjörsamlega fáránlegt lag, drifið áfram með bassatrommu og brútal bassa sem Breakage fléttar svo trommufill í kringum.

.


4. Kryptic Minds & Leon Switch – Minor Nine (Defcom)
Kannski ekki half-tempo lag per se, en í svipuðum gír. Tekið af breiðskífu þeirra félaga “Lost All Faith”. Núna nýlega komu út dubstep remix af “Minor Nine”, frá Headhunter og Kryptic Minds & Leon Switch sjálfum, held að það séu athyglisverðar tengingar milli halfstep pælingana í dnb og dubstep, meir um það síðar.

.


5. Instra:Mental – Sakura (Darkestral)
Eitthvert heitasta nafnið í drum & bass senunni í dag, spikfeitt analogue sánd í þessu hugljúfa elektrófílings lagi. Takið eftir hvernig percussion fillinn snúast í kringum þungan og drífandi taktinn. Ég ætlaði reyndar að setja hér inn lagið Commanche en fann það ekki á Youtube, hneyksli…

.


Bónus: Loefah – Horror Show (DMZ)

“Horror Show” ku vera fyrsta halfstep dubstep lagið og ég held að það sé óhætt að fullyrða að fáir komist með tærnar þar sem Loefah hefur hælana í þessum málum. Þungt, drungalegt og yfirþyrmandi sánd. Í dubsteppi eru halfstep pælingarnar algerlega bornar uppi af bassanum og því sem kemur á milli trommuhittana, því tempóið er komið niður í kringum 70 slög á mínútu. Það væri athyglisvert að komast að því hvort listamenn eins og Amit og Digital hafi haft áhrif á Loefah og hans líka, en ég held að óhætt sé að fullyrða að halfstep pælingar í drum & bass geiranum hafi orðið algengari eftir vinsældir dubstep tónlistarinnar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s