SyrpuSyrpa#15

Alltaf finnur maður einhver skemmtileg mix á áhugamálinu danstónlist á huga.is,en í þessari viku hef ég verið að hlusta á tvö mix þaðan.

Fyrra mixið ef frá notendanum Gerald og heitir B-side of deep. Nafnið á mixinu lýsir því vel þar sem mixið er sett saman úr b-hliðum 12″ deep platna. Þrælskemmtilegt mix sem ég mæli með að fólk tékki á, en mixið, meiri upplýsingar og annað mix  frá Gerald  er hægt að nálgast hér.

Seinna mixið er frá notendanum Hreggi89. Skemmtilegt mix sem inniheldur svona deep house sem maður heyrir ekki nógu mikið af í dag. Mixið og tracklista er hægt að nálgast hér.

Á twitternum hjá Múm var svo annað íslenskt dj mix að finna, það er á allt öðrum nótum en þau tvö fyrstnefndu og var sett saman fyrir hipstera bloggið Allez Allez. Hress lagalisti, mashup stemning sem á góða spretti og slæma!

culoedesong

Suður Afríska undrabarnið Culoe de song, gerði svo mix fyrir Resident Advisor í síðustu viku. Culoe sem var uppgvötaður eftir að hann komst inn í Red Bull Music Academy í fyrra og virðist vera í miklu uppáhaldi hjá Dixon og öðrum.

3 athugasemdir við “SyrpuSyrpa#15

  1. stórskrýtinn lagalisti hjá múm, verð að hlusta á þetta til að sannreyna að hann gangi upp!

    allez allez bloggið hefur oft verið flott, eftirminnilegt mix sem Jacques Renault úr Runaway gerði fyrir það blogg í fyrra.

  2. Þetta múm mix er örugglega skemtilegasta mix sem ég hef heyrt í þónokkurn tíma, þetta er algjört gull.

  3. múm-mixið er mjög gott.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s