Gríndansarar

Ætla að smella hér inn hugleiðingu sem ég birti á vefsíðu minni í fyrrasumar, tímalaus pæling sem á alltaf vel við og á erindi hingað inn að mínu mati.

Ekki alls fyrir löngu kom Magnús bróðir minn með nafn og skilgreiningu á fyrirbæri sem hafði lengi farið í taugarnar á mér og mörgum öðrum. Fyrirbæri þessu gaf Magnús heitið gríndans og þeir sem stunda þetta athæfi eru þar af leiðandi gríndansarar.

Við þetta kannast allir plötusnúðar sem spila tónlist sem er frábrugðinn þeirri síbylju sem dynur á fólki hvort sem því líkar við það eður ey. Gríndansarar eiga dansspor fyrir allar tónlistarstefnur og rifja þau jafnan upp við öll tækifæri. Oft á gríndansinn sér stað í upphafi kvölds þegar fátt fólk er á ferli. Þá slæðist inn fólk sem ekki hefur vit á eða gaman af þeirri tónlist sem er á dagskrá það kvöldið, en í stað þess að leita á önnur mið af tónlist eða skemmtikvöldi sem er honum við hæfi tekur gríndansarinn upp allt aðra taktík. Hann ákveður að stíga spor sem hann heldur að fólki þyki fyndin, þau geta verið af ýmsu tagi: misheppnuð breikdans múv, æðisgenginn dans þar sem útlimir eru hristir í allar áttir, samkvæmisdansar með kaldhæðnislegu yfirbragði og svo framvegis og svo framvegis.

Með þessu framferði sínu er gríndansarinn iðulega að segja “ég skil ekki þessa músík né það að aðrir hafi gaman af henni eða vilji stíga við hana dans, ég ætla að gera grín af því sem ég ekki skil með ýmiskonar asnalátum”. Oftar en ekki fylgja svo háðsglósur um “gott flipp” og svo beiðnir um að maður spili eitthvað annað en “helvítis technó”.

Málið er hins vegar að gríndansarinn er nánast án undantekninga ekkert fyndinn heldur bara frekar hallærislegur. Hann er sjálfum sér til skammar og skapar oft slæma og vandræðalega stemningu. En kannski er ég bara einn um þá skoðun þar sem fólk virðist hafa mjög gaman af asnalegum dansi sbr. Dansatriði Napoleon Dynamite og hið mjög leiðinlega video Evolution of Dance sem er það myndband sem næst oftast hefur verið barið augum á youtube…

Ekki svo að skilja að dans geti ekki verið fyndinn, en það er oftast þegar fólk dansar ekki illa viljandi heldur bara af því að það kann ekki að dansa. En einlægur dans með innlifun er nú svo sem eitthvað sem ég ætla seint að gera grín af enda veit ég fátt betra en að komast í þann gír.

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

5 athugasemdir við “Gríndansarar

  1. Ég skil ekki alveg af hverju þú nefnir Evolution of dance gaurinn í þessu samhengi.

  2. nefni hann sem dæmi um það að margir virðast hafa mjög gaman af svona kaldhæðnislegum flipp dansi, þótt hann sé að gríndansa upp á sviði en ekki á skemmtistað, finnst þetta persónulega ekkert fyndið.

  3. Skil þig.

    Ég upplifi EOD gaurinn á allt annan hátt en gríndansarann þar sem EOD gaurinn er með fyrirfram ákveðið program sem snýst mest um hann og þessa samantekt á tónlistarsögu, en gríndansarinn…. [eins og þú nefnir hér að ofan].

  4. ég hef séð þennan dýraflokk nokkrum sinnum. Var að spila í síðasta mánuði á ónefndum stað hér í bæ, snemma kvölds kom eitt stykki gríndansari, og var framferði hennar eins og hún væri að skora á mig í línudans…

  5. Bakvísun: Djammrýni – Weirdcore á Jacobsen 16.07.09 « Raf- og danstónlist á Íslandi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s