Paris Hilton slær í gegn á WMC – Myndir

Það hefur væntanlega ekki farið framhjá mörgum danstónlistarunendum að WMC hátíðin fór fram nú um helgina í Miami. WMC eða Winter Music Conference er einn af stærri viðburðum danstónlistarheimsins og þá daga sem hún stendur yfir má finna öll stærstu nöfn bransans í Miami borg. Í kringum hátíðina sjálfa, sem er eins konar ráðstefna, eru haldin óteljandi partý og eru line uppin þar vægast sagt rosaleg.

.

steve Steve Angello er eitt stykki blautur teknó plötusnúður

Í dag rakst ég síðan á þessa blogfærslu frá Paris Hilton, en hún var í partýi á WMC þar sem Steve Angello var að spila, en hann er þekktastur fyrir að vera meðlimur í Swedish House Mafia sem er pæling sem ég hef ekki enn skilið.

Auðvitað er Paris Hilton „áttu ekki einhverja svona skemmtilega tónlist“ týpan sem er oft í slagtogi við gríndansarann sem Kalli fjallaði um í síðustu færslu. “ I like certain techno music, but this was not even danceable and was frankly giving me a migraine“  sagði hún um tónlistina sem Angello var að spila og ákvað að taka málin í sínar hendur. „I asked the DJ if he could please play Daft Punk or Bob Sinclair and he rudely snapped at me and was like ‘I only play this kind of music.“

Restina að sögunni má nálgast hér. Steve Angello póstaði eftirfarandi commenti um atburðin „for someone who claims to make records … dont come into a booth and ask me to play hip hop and then have your doorman slap me“. Hér má svo að lokum finna úttekt Beatportal á herlegheitunum. Annars hefur dansidans almennt ekki mikin áhuga á danstónlistarslúðri, Paris Hilton eða Steve Angello, en þessi saga er eitthvað svo súrealísk og fyndin að rétt er að koma henni á framfæri.

10 athugasemdir við “Paris Hilton slær í gegn á WMC – Myndir

  1. ég held að ég gæti tekið undir orð Paris um tónlist Steve Angello: “I like certain techno music, but this was not even danceable and was frankly giving me a migraine” en ég held við byggjum skoðun okkar á mismunandi forsendum…

    Annars finnst mér fyndið að þú hafir „rekist á bloggfærslu“ frá Paris Hilton, varstu bara casually að tjekka á mæspeisinu hennar Magnús?

  2. svo spái ég að Steve Angello græði hellings umfjöllun á þessu og fái enn meira að gera í kjölfarið.

  3. Ég held nefnilega að þig byggið þetta á sömu forsendum.

  4. „I Can Spin Around And Keep The Dick Still Inside treidmark“ gæinn er eitthvað það fyndnasta sem ég hef séð lengi. Þessi fullyrðing, þetta vatn.

    Ef ég væri Steve hefði ég spilað Rock’n Roll með Daft Punk fyrir Paris.

  5. hefði nú haldið að swedish house mafia og paris hilton myndu go hand in hand

  6. Já,ég hefði ímyndað mér að Paris væri í blauta húsinu,en maður veit aldrei. Ekki bjóst ég við að Puffy fílaði Ricardo
    https://dansidans.com/2008/12/13/pdiddy-og-danstonlist/

  7. Ég veit ekki, ef það væri einhver sem ég vildi að héldi partý fyrir mig, þá væri það paris hilton og steve angelo að spila á neðri hæðinni og svo puff daddy og ricardo á efri hæðinni. á þriðju hæðinni væru svo steve angelo og ricardo að spila back 2 back….
    niiiice……

  8. þú hlýtur að meina paris hilton og ricardo villalobos back 2 back?

  9. Las grein um daginn. Góðhjörtuð stelpa rétti Paris skeinipappír inn á klósettbásinn sinn á klúbb í Berlín um daginn. Hann hafði nefnilega klárast…

    …það virðist allt henni tengt fá umfjöllun.

  10. ég og Paris hilton erum back to back…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s