Helgin 2.-5. apríl

Hellingur um að vera um helgina, opnunarhelgi með spennandi line-up hjá skemmtistaðnum London/Reykjavík, Breakbeat kvöld og fleira á Jacobsen og Sexy Lazer og Oculus á Kaffibarnum.

Á föstudagskvöldinu verða Asli, Paul Moritz og Sveinar bakvið spilarana á spánýjum skemmtistað sem hefur fengið nafnið London/Reykjavík. Á laugardaginn eru það svo Danni Bigroom og Mr. Cuellar sem sjá um tónlistina á þeim bæ en ásamt þeim mun  Oculus koma fram með live sett. Oculus mun svo síðar þetta kvöld þeyta skífum með Sexy Lazer á Kaffibarnum.

.

reykjavik

Staðurinn er staðsettur  á Tryggvagötu 22 eða þar sem gamli Gaukurinn/ Tunglið var.  Gríðalegur metnaður ku hafa verið lagður í útlit staðarins og lúkkar hann vel af myndunum að dæma (sjá hér að ofan t.d) . Flexbróðirinn Kiddi Ghozt er skemmtanstjóri á staðnum svo að búast má við skemmtilegum stað. Kem með djammrýni af staðnum eftir helgi.

Á Jacobsen í kvöld verður að finna drum & bass, jungle og dubstep á fastakvöldi Breakbeat.is. Dubstep er mjög fersk og spennandi stefna og  ótrúlegasta fólk sem fílar hana. Hingað til hef ég aðeins fundið einn mann sem fílar ekki dubstep. Line up-ið fyrir kvöldið í kvöld er Árni, Tryggvi og Gunni Ewok, þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem Tryggvi er bakvið spilarana og því vel þess virði að gera sér ferð á Jacobsen til að heyra hann spila.

Á Jacobsen á laugardaginn mun Natalie aka Dj  Yamaho sjá um tónlistina á efri hæðinni en undirritaður verður á neðri hæðinni.

Magnús Felix | magnusfelix@gmail.com

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s