Þungarokkskrúttarinn Ólafur Arnalds og Færeyski Electropopparinn Janus Rasmussen (Bloodgroup) eru á einu máli um að Minimal Techno geti verið skemmtilegt og hafa því stofnað dúó-ið Kiosmos. Fyrsta útgáfa strákanna verður split-12″ með Rival Consoles á Ereased Tapes útgáfunni – sem er einmitt útgáfan sem gefur soloverkefni Ólafs út.
Dansidans.com er auðvitað sérstakur stuðningsaðili norðurlandasamstarfs og því verður gaman að sjá hvað úr þessu þróast hjá strákunum.