Dansidans hlaðvarp #3 – Oculus

oculussull1

DansiDans Hlaðvarp #3- Oculus

Undanfarin misseri hefur farið sífellt meira fyrir listamanninum Oculus í íslensku danssenunni. Hann hefur gefið út hvern singullin á fætur öðrum sem hefur fallið vel kramið hjá íslenskum og erlendum plötusnúðum auk þess sem live spilamennska hann hefur ítrekað heillað áhorfendur upp úr skónnum.

Ég sá hann fyrst live þegar að hann hitaði upp fyrir Stephan Bodzin og má segja að hann hafi gjörsamlega trylllt lýðinn. Bodzin sjálfum tókst  ekki að toppa stemninguna sem myndaðist Oculus flutti tóna sína. Það er dansidans mikill heiður að kynna til sögunar þriðja hlutan í hlaðvarpi okkar, live sett frá Oculus sem vinir og vandamenn þekkja annars betur sem Friðfinn.

Þú getur náð í syrpuna hér og gerst áskrifandi að hlaðvarpinu hér.

1. Hvernig er syrpan sett saman? Einhverjar pælingar eða þema?
Live settið er sett saman med sampler/sequencer, syntha, trommuheila, cdj, mixer og effectum. Ég tók upp settið í einu go, ekkert edit, skemmtilegra ad hafa mistökin med. Þá fær þetta smá sál.

Ég byrjaði settið á titil lagi nýrrar plötu sem heitir „Deep“ og var gefin út á Communique Records. Settið byggði síðan út frá því. Einnig er þarna lag sem heitir „Heard it in a set“ sem er af sömu plötu og ætti að láta húsid þitt nötra í góðu blasti. Svo er þarna líka að finna titillag nýjustu plötunnar mínnar sem heitir Awake og Uni sem er af sömu plötu, annars er mest af lögunum óútgefin og sumt bara improvisation. Þannig þetta svolítið exclusive fyrir ykkur.
 
2. Hvað ertu annars að bralla þessa dagana?
Þessa dagana er ég að reyna vera duglegur ad spila músikina mína live á skemmtistöðum, gera músik á fullu og reyna skila af mér plötum sem ég er búinn að lofa. Ég var ad klára tvær  EP plötur fyrir plötufyrirtæki sem heitir Open Concept Records og er í dreifingu hjá Clone Records.
 
Sú fyrri kom út 26 mars og ber nafnid Awake og er búin ad fá mjög gott support frá stórum díjeium sem er alltaf gott, meðal annars :Laurent Garnier, Anderson Noise, Deadbeat, F.E.X., Alexi Delano, Nick Warren, Justin Robertson, Steve Porter og  Tom Findlay úr Groove Armada.  Sú seinni verður gefin út í vor og á held ég eftir að gera góða hluti. Ég er búinn ad vera prófa að spila þau lög í live settunum mínum og þau svínvirka. Einnig eru fleiri plötur og remix væntanleg sem ættu að detta inn á Beatport á næstu 1 eða 2 mánuðum.
 
Svo er ég búinn ad vera aðeins ad gæla við dnb og dubstep sem að mér þykir yndislega skemmtilegt og er að plana að spila smá þannig á næstunni en það er annað project.
 
3. Hvernig finnst þér „senan“ á Íslandi?
 Senan finnst mér helvíti góð. Það er margt að gerast og margt í uppbyggingu. Mér finnst þjóðin búinn að dansvæðast mjög og  þótt mikið af fólki hlusti á frekar gelt electro house er það okkur hinum bara til góðs því það verður til þess að  fólk verður aðeins opnara fyrir góðri dansmúsik.
 
Svo held ég að það sé að koma frekari uppsveifla í íslenskri danstónlist. Fólk er að  verða duglegra að vilja spila og koma músikinni sinni út. Músikin á helstu skemmtistödum bæjarins finnst mér vera til sóma. Þannig ég gæti eiginlega ekki verið kátari með þetta.
 
4.Hvað feelaru?
Ég fíla búmmtjicatji med feitum bassa.
 
5. Linkar / Plögg / Lokaorð?
Plögg óje.  4. apríl mun ég spila á nýjum stad sem heitir London/Reykjavík og
dj´a á kaffibarnum med Sexy Lazer. 10. april er ég á Akureyri Sjallanum ásamt  GusGus og Wolfgang Gartner. Þann 12 april er ég á Barcodekvöldinu á Jacobsen ásamt Impulce (live) og öllu Barcode Dj genginu. Endilega tjekkiði svo á Deep EP og Awake EP á Beatport.com
Lagalisti:
1.Oculus – Deep (Communique Records)
2.Oculus – Improv
3.Oculus – No name
4.Oculus – No name
5.Oculus – Heard it in a set – Oculus (Communique Records)
6.Plastic rythm – Don´t Break my Soul Oculus remix
7.Improv
8.Oculus – UNI (Open Concept Records)
9.Improv
10.Oculus – Awake (Open Concept Records)
11.Oculus – no name
12.Oculus – juno me (unreleased)
 
Hið glæsilega hlaðvarpsumslag er hannað af Geoffrey.

6 athugasemdir við “Dansidans hlaðvarp #3 – Oculus

  1. Mjög spennó! Hlakka til að hlusta.

  2. Frábært efni, flott viðtal!

  3. Klassa tónar. Djöfull lýst mér á að oculus sé að fara fikta í dub step og dnb 😀 það verður eitthvað maður shhh.

  4. Rosalegt hlaðvarp hér ,
    Friðfinnur er algert talent
    Oculus ftw !

  5. Flott mix og skemmtilegur lestur. Svarið hans Oculus við spurningu 3. hefur breytt svolítið hvernig ég lýt á senuna

  6. beatport farið að fjalla um strákin big tings agwaaaarn!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s