Ætla aftur að taka smá Myspace rúnt og benda á upprennandi tónlistarmenn. Í þetta sinn leitum við út fyrir landsteinana og er soldið elektrónískt hip hop / dubstep þema í gangi. Sumir þessara gæja eru vissulega búnir að gefa eitthvað út, en eru samt ekki á vitorði allra.
Afta-1 er Kalifornískur bítsmíður sem er að gera ansi skemmtilegt stuff. Þetta er í þessum Dilla / Madlib / Fly Lo fíling sem tröllríður öllu þessa dagana en þessi piltur býr sér til sitt eigið grúv úr áhrifavöldunum. Remixið hans af „Tiden Flyver“ finnst mér sérstaklega skemmtilegt. Andri Már fær þakkir fyrir að benda á þennan dúd.
Chris Coda átti tvö frábær lög á Dat Music 2 safnskífu Soul:R útgáfunnar. Vonandi pikkar einhver upp meira stöff frá honum því efnilegur er hann, tengir dubstep, dnb og hip hop saman á skemmtilegan hátt. Hef gaman af „Liminal“ og „Take a Walk“ auk þess sem „U142“ og „Heading North“ af fyrrnefndri safnskífu eru fyrirtak!
Skylab er Ný Sjálendingur sem er með aðeins funkaðara sánd. „Ay Hay“ er frambærilegt og „The Pull“ er líka gott. „Rolls Royce“ er hins vegar hrikalegt, minnir mig á ónefndan íslenskan rappara.
Svo fær rapparinn Self Sez link hér en hann var að gefa mp3 breiðskífu á netinu sem á ágætis spretti og fínustu pródúserar koma þar við sögu.
Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com
Er í Kaliforníu og hér virðist senan vera hvað sterkust í svona FlyLo, Dilla, Madlib offbeat hip hop dóti. Sá gaur á laugardaginn sem heitir Mike Gao (http://www.myspace.com/mikegao) og er að gera mjög gott svona dót. Hefur m.a. gert beat fyrir Devin the Dude.
Wobblewobb.
relevant og shamelesselfpromo.
http://dungeonmassive.podomatic.com/
http://soundcloud.com/abstrakt-faction/gangreen-thedifference
flylowibblewobblemadlibpsychedelicbleepbleep.
þetta er frábært mix, eitt skemmtilegasta sem ég hef heyrt lengi.
Langar að vita hvaða cover þetta er af Love Buzz, er það leynilag?
Takk fyrir gott feedback.
Semi leynilag:
samt ekki.
alltaf lærir maður eitthvað nýtt, sumsé Nirvana sem coveraði en ekki öfugt, takk.