Last.fm og Soundamus

Rakst á skemmtilegt internetfyrirbæri um helgina, hið svokallaða Soundamus. Þessi vefsíða tekur upplýsingar af tónlistartengdum samfélagsvefjum (eins og t.d. last.fm eða iLike) og tengir þær við væntanlegar útgáfur. Útfrá áhugasviði þínu bendir  Soundamus þér á plötur og geisladiska sem eru að koma út á næstunni og eru líklegar til að falla þér að skapi. Þú getur svo gerst áskrifandi af rss feedi af herlegheitunum og þannig fylgst með því hvað ratar í plötuverslanirnar á næstunni.

Hér getur að líta feedið sem smíðað var úr mínum prófílupplýsingum af last.fm. Sýnist þetta vera nokkuð nærri lagi, skemmtileg blanda af underground dóti og meira mainstream útgáfum. Getur verið skemmtileg leið til þess að fylgjast með nýrri og væntanlegri músík.

Svo er kannski rétt að benda á dansidans.com last.fm grúppuna sem við stofnuðum nýverið, endilega gangið í hana ef þið notist við Last.fm.

2 athugasemdir við “Last.fm og Soundamus

  1. Var einmitt að skrá mig inn á þennan Soundamus vef. Líst vel á þetta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s