Þemaþáttur hjá Dansþætti Þjóðarinnar á morgun sem hljómar nokkuð spennó. Í fréttabréfi þeirra PZ manna segir:
Eins og oft áður að þá bjóðum við upp á þemaþátt á laugardagskvöldið um páskahelgina.
Í þetta skiptið ætlum við að rifja upp upphafsár þáttarins, árið 1990, og spila lög sem að við vorum að spila í þættinum á þeim tíma. Við munum rifja upp árslistann fyrir það ár sem að var æði skrautlegur en sum af lögunum frá þessum tíma hafa elst frekar illa svo vægt sé til orða tekið. Við heyrum í flytjendum eins Adamski, Snap, The KLF, Guru Josh, Lil Louis, D Mob, Technotronic, Primal Scream, 808 State, Happy Mondays og mörgum mörgum fleirum.
Flott pæling hjá Kristjáni og Helga, í beinni Rás 2 annað kvöld og svo væntanlega í podcastinu þeirra sem er skylduáskrift fyrir íslenska danstónlistarunendur – www.pz.is
Takk fyrir að minna mig á þetta. Má ekki missa af þessu!