Skweee er tónlistarstefna sem á rætur sínar að rekja til Noregs og Svíþjóðar. Þetta er mestmegnis instrumental electro-funk skotið stöff þar sem skítugar og sleezy analog-legar synthalínur rúlla yfir lo-fi töktum. Ég get ekki alveg sagt að ég sé sannfærður um að þetta sé heildstæð ný tónlistarstefna, finnst þetta soldið hljóma eins og einhverjir hipsterar í tilraunastarfsemi innan 8-bit/demo senunnar undir dubstep áhrifum en það má engu að síður finna skemmtilega músík undir formerkjum skweee.
Það má lesa meira um stefnuna í Guardian í skemmtilegri seríu blaðamannsins John McDonnell, Scene & Heard, og í síðasta Fönkþætti kom íslenski skweee tónlistarmaðurinn Rabbi Bananas í heimsókn. Þá er hægt að tjekka á labelunum Harmönia, Flogsta Dancehall og dødpop, listamönnum eins og Beem, Pavan, Eero Johannes og Randy Barracuda. Að lokum er síðan Nation of Skweee með skemmtilegt spjallborð þar sem fræðast má betur um skweeeið.
eero johannes platan er mjög flott
Varla hægt að kalla þetta tónlistarstefnu. Held að áður en maður fer að kalla eitthvað tónlistarstefnu (af alvöru) verða fleiri en 20 gaurar að vera að gera það. 21 gaur = fínt.
ég myndi nú ekki setja mörkin við fjölda tónlistarmanna, frekar einhver sérkenni eða atriði sem aðskilja þetta frá öðrum stefnum og mér finnst þetta bara of líkt mörgu öðru til þess að með réttu sé hægt að tala um tónlistarstefnu.
En kannski eru það bara fordómar, skweee ftw, flott hjá þessum skandinövum.
Vill bæta við að í Wikipedia færslunni um skwee er talað um að „wonky“ sé afurð samruna dubstep og skwee sem er alveg ridiculoso. Þetta að eigna sér einhvern kima tónlistar og svo koma með svona fullyrðingar er frekar lameazoid.
aha, en það skrifast kannski líka á höfund wiki færslunnar en ekki á tónlistarmenninna. Held að það sé alveg klárt að wonky og skweee (shit hvað þetta eru hrikaleg nöfn btw….) séu undir svipuðum áhrifum, hvort og hvernig þeir sækja áhrif og innblástur frá hvoru öðru innbyrðis skal ég ekkert fullyrða um.
Hmm…
skemmtilegar pælingar, málið er samt að það er ógeðslegt dýrt að fara í bæinn, alltaf, bjórinn kostar um 800 kr í bænum í kvöld, og sorry að ég segji það, þá eru ógeðslega margir sem finnst skárra að hlusta á aðeins verri og drekka í staðinn einn bjór í viðbót, ég er ekki að segja allir en mjög margir, sérstaklega þegar það fer að minnka í buddunum hjá landanum, og allt of margir dj-ar á Í
Mér finnst dj-ar líka rukka ansi mikið fyrir eitt kvöld oft á tíðum, í stað þess að eyða kannski auka 30-50þ í betri ljós og hljóð.
Spila ódýrt, og fá þá þar af leiðandi að spila meira. Hægt og rólega gætu þeir svo farið að rukka meira ef þeir eru að spila cool stuff.
Dj-ar sem eru að spila minna main-stream, og spila öðruvísi tónlist, eiga mjög oft aðdáenda hóp sem samanstendur af 200+ manns og eru nánast alltaf tilbúnnir að borga sig inn á.
Síðan er hægt að gera eins og Addi Exos og Techno.is crewið hafa gert og auglýst kvöldin sín eins og vilteysingar og rukkað inn eins og vitleysingar og þar af leiðandi grætt eins og vilteysingar. Ég hef reyndar líka heyrt að fólkið sem mætir á techno.is kvöldin sé ekki svo skemmtilegt crew og oft á tíðum ekki crew sem manni langar að fá á gott kvöld, þetta er bara það sem ég hef heyrt, örruglega ágætis fólk inn á milli.
Svo nú er það spurning hvort að maður vill að tónleikagestir séu fámennir og góðmennir eða fjölmennir og ekki nógu hressir…