Áhrif MP3 Væðingarinnar á plötusnúða

Þegar litið er tilbaka held ég að árin 2001-2002 verði að teljast vera stafræn-tímamót plötusnúðasögunnar. Á þeim árum rötuðu cdj-1000 spilari Pioneer og Final Scratch kerfi Stanton fyrst á almennan markað og það var fyrst þá sem vínylinn og sl-1200 spilarar Technics fundu fyrir raunverulegri samkeppni. Þótt ótal margt annað spili auðvitað inn í hefur þróunin allar götur síðan verið á einn veg, plötusnúðar hafa í stórum stíl yfirgefið hliðræna afspilunartækni (vínyl) og tekið stafræna tækni upp á sína arma.

Viðfangsefni þessarar færslu er þó ekki sagnfræðileg yfirferð á verkfærum plötusnúðsins. Enn síður er það ætlunin að opna á margræddar, umdeildar og þreyttar umræður um siðferði, fjármál, hljómgæði og allt það. Heldur langar mig að velta upp spurningum um annars konar gæði. Gæði plötusnúðana sjálfra og settana sem þeir spila.

Ef við sleppum öllum vangaveltum um hvað er praktískt og hentugt, hvað er töff, hvað er ódýrt/dýrt, hvað er rétt/rangt og þar fram eftir götunum. Þá stendur eftir spurningin um hvort tækninýjungar síðusta áratugs hafa gert plötusnúða betri? Setja þeir saman skemmtilegri syrpur? Spila þeir betri tónlist? Tengja þeir tónlistina saman á nýja vegu? Nýta þeir tæknina til þess að gera eitthvað sem þeir gátu ekki gert áður?

Ég er nefnilega ekkert viss um að svo sé. Dettur allavega ekki neinn tiltekinn plötusnúður í hug sem mér finnst hafa orðið marktækt betri eftir að hafa digitæsað sig.

Nú eru til vefverslanir með ótrúlegt framboð af tónlist sem nær marga áratugi aftur í tíman. Það hefur aldrei verið auðveldara að velja úr tónlist úr öllum áttum, tengja hana saman á nýjan og persónulegan hátt og búa sér til einstakt sánd. En samt finnst manni eins og stafrænum snúðum fylgi alltaf ákveðið “því nýrra því betra” viðhorf og topp-20 hugsunarhátturinn er svo ríkjandi að allir hljóma orðið eins. Í það minnsta finnst mér þeir snúðar sem hafa einstakan stíl, sem byggir á sögulegri þekkingu og ástríðu, oftar en ekki teygja sig í gamlar plötutöskur frekar en að skrolla í gegnum Serato eða blaða í cd möppu.

Hvað varðar það að nýta tæknina til þess að gera eitthvað nýtt, eitthvað annað en hægt var að gera með tveimur tólf tommum og mixer, finnst mér snúðar samtímans ekki heldur vera að nýta möguleikana til fullnustu. Ableton Live er t.d. frábært forrit en oftar en er allt of oft notað í steingelda læf-spilamennsku eða í leiðinlegt mash-up rúnk sem höfðar bara til unglinga með athyglisbrest. Sömu sögu má segja um Traktor, sem manni finnst eins og fólk fjárfesti í af því að það nennir ekki að beatmixa lengur.

Þrátt fyrir að þetta hljómi soldið svartsýnt er ég reyndar ekkert á því að plötusnúðar hafi orðið verri á síðustu árum heldur. Það voru til leiðinda snúðar sem kunnu ekkert að mixa áður en cdj’ar og mp3 fælar komu til sögunnar. Það sem er meira að angra mig er að mér finnst fólk vera að lofa tæknina á röngum forsendum. Það er talað hástemmt um möguleika sem enginn er að nýta til fullnustu eða vinna úr almennilega (ekki hingað til allavega). Hvað finnst ykkur?

Karl Tryggvason | ktryggvason@gmail.com

17 athugasemdir við “Áhrif MP3 Væðingarinnar á plötusnúða

  1. svona í ljósi þess að stór hluti lesendahóps dansdans snýr sennilega skífum, þá bið ég fólk um að taka þessu ekki persónulega, þetta er ekki ætlað sem diss á neinn (ég er sennilega sjálfur sekur um margt sem ég nefni hér að ofan til að mynda). Þetta er frekar hugsað til umræðu eða umhugsunar.

  2. Athyglisvert.

    Mér finnst góðir dj’ar hafa orðið betri undanfarin ár, en ráðvilltir dj’ar orðið enn ráðvilltari.

    Einnig með þetta nýjasta nýtt alltaf… mér persónulega finnst fátt skemmtilegra en þegar dj’inn spilar gleymda klassík já eða droppa henni sjálfur.

  3. Ég held það sé sjaldan svo að ný tækni geti bætt upp hæfileikaleysi, en stundum færir ný tækni til línuna sem skilur „hismið frá kjarnanum“.

    Ný tækni gefur oftast möguleikann á að gera meira en áður. Ég tek undir það sem Jón segir, en smá umorðun: Hinn hæfileikaríki nær að ljá miðlinum rödd sína, á meðan sá hæfileikalausi er jafn raddlaus þó svo hann geti skreytt sig með fleiri græjum. Ég held að Sturgeon’s Law eigi við : “Ninety percent of everything is crap”.

    Ég held að það séu til plötusnúðar sem eru að gera nýja hluti sem nýr miðill býður upp á. Sumir þeirra hluta eru góðir og sumir ekki.

    Ef ég skil hvert þú ert að fara þá ertu að segja að snúðarnir tali meira um möguleika nýrrar tækni heldur en þeir séu að nýta sér þá möguleika til að gera eitthvað sem ekki var hægt áður? Held að margir hafi einfaldlega hugsað með sér að þeir gætu gert meira af nákvæmlega því sem þeir gerðu áður en að það væri mun einfaldara.

    Einfaldara er fídus… en fjölgar auðvitað heildarfjölda þeirra sem pródúsera og þar með talið draslinu.

    Mæli með fyrirlestri sem Clay Shirky var með á web 2.0 ráðstefnunni í ny í fyrra um „filter failure“ – http://www.youtube.com/watch?v=LabqeJEOQyI

  4. það sem mig langaði a að benda á er hversu margir lofa möguleikana sem ný tækni býður upp á en nýta þá svo ekki og þá stendur eftir að tækninni var tekið fagnandi af öllu praktískari og ómerkilegri ástæðum (mp3 er ódýrara (jafnvel ókeypis…), meðfærilegra, auðveldara osfrv). Ekkert að því svo sem, en þá á líka bara að segja það hreint út eða að taka til við að nýta þessa möguleika betur.

  5. ég er latur… en samt bestur

  6. ég er latur… en samt bestur

    mp3 sýgur feitann böll!

  7. haha! ég ætlaði einmitt að fara að spyrja, „hvað ætli maggi segji um þetta?“

    hvað varðar quality á hljóði, að þá fíla ég ekki mp3. Þessi mp3 væðing hefur verið vont mál, hef séð alltof marga státa sig af því að vera plötusnúðar en það eina sem þeir gera er að mixa saman lögum sem þeir fundu á hinum og þessum bloggum á Serato. Þessir plötusnúðar eru þó ekki langlífir í starfi sínu…

    þetta er kannski klisja en mér finnst hlutverk plötusnúðar vera að miðla frábærri tónlist, og hafa þá auðvitað vit á því sem hann er að gera.

    Ég get samt ekki sagt að íslenskir snúðar séu verri fyrir að hafa fært sig yfir á stafrænt form, Andrés er alltaf með cdj-a, og allt sem hann er með rippað af vínil yfir á .wav, sama gildir með Magga. Margeir notar Ableton til hins ýtrasta og svo er auðvitað óhemju þægilegt að nota cdj-a og hafa allt sitt safn á stafrænu formi í nokkrum möppum.

    Svo er þetta bara spurning um smekk, mér finnst voðalega gaman að kaupa alla tónlist á vínil, finnst lítil eign í að eiga bara fæla inná tölvu, but each to their own 🙂

  8. Sammála Hauki, miklu skemmtilegra að eiga vínyl. Pælingin er samt sú að fólk segist oft vilja nota mp3 frekar því það býður uppá svo miklu fleirri möguleika. Samt er þetta fólk ekkert að nýta möguleikana.

  9. já ég er líka sammála því að vínyll sé eigulegri, er reyndar ekki nógu mikill sándkall til þess að kvarta yfir 320 mp3, hugsa að ég myndi ekkert heyra mun á því og wav í blindprófi.

    en eins og magnús sagði snérist pósturinn ekki um það heldur um hvort fólk væri að nýta þá möguleika sem tæknin býður upp á. Ég spyr aftur, er einhver snúður sem ykkur finnst áberandi betri eftir að hafa skipt í stafrænt? og afhverju er hann betri?

  10. Eina sem þessi tækni er að gera fyrir okkur er að gera lögin minni í sniðum og meðfærilegri. Afleiðing þess er svo að geta tekið með sér fleiri lög út að spila. Hins vegar ef maður er nógu góður plötusnúður þarf maður ekki 18.000 lög, bara nóg til að kovera þessa einn-tvo-þrjá tíma sem að maður er að spila. Það að virkilega takmarka möguleika sína getur oft gefið af sér betri raun heldur en að geta valið úr öllu í heiminum. Þetta er orðið svo súrt að ef þig vantar eitthvað geturðu dánlódað því gegnum farsímann og þrumað því beint inn í settið.

    Vínyllinn finnst mér ennþá hljóma mun betur en ég spila vanalega WAV fæla af plötunum mínum sem ég hef tekið sjálfur upp. Stundum nota ég tæknina og tek út rispur eða cue-burn en annars er þetta 16 bita, 44.1khz útgáfa af mínum eigin vínyl sem ég spila.

    Mark Pritchard orðaði það vel í viðtali þar sem hann sagði að það væri undarlegt hvernig tækninni fleytti fram í kvikmyndaiðnaðinum (frá VHS til DVD til Blu-ray) en tónlistarbransinn væri að fara aftur í gæðum (frá vínyl til CD til MP3). Hann tekur allan vínylinn sinn upp í 24-bit 96khz og hefur gert í langan tíma. Það er ekki fyrr en núna með tilkomu Rane SL3 að hann getur einu sinni spilað lögin þannig. Kannski ekki á færi allra að fara svona langt en mér finnst að standardinn á að vera hár svo að fólk gleymi sér ekki í þægindum tækninnar á kostnað gæða.

  11. Harvey átti nokkur góð orð um þetta í BIS, hann fer af stað í túr með 60-100 12″ sem hann þekkir, og getur haldið yfir 8 tíma prógrammi með…

    þú veist ekki einu sinni hvað þú átt ef þú ert með einhver 40 gb af crap mp3 fælum

  12. Góðar pælingar bæði tengt Harvey og Mark Pritchard. Ég held að þetta sanni líka bara að gæði skipta ekkert öllu máli, m.a.s. núna þegar bandvídd og geymsupláss er ekki issue lengur, mun fólk halda áfram að nota mp3.

    ég held að það geti verið gott að takmarka sig, en ég held líka að það væri hægt að gera eitthvað skemmtilegt úr því að hafa endalausa möguleika þegar maður er að spila (en mér finnst ekki margir nýta þá möguleika almennilega).

    Það væri efni í færslu að blindprófa íslenska danstónlistarspekúlanta, wav, mp3 og vínyl! 😉

    Að lokum, þessu tengt óbeint, Richie Hawtin er kominn með plug in fyrir traktor sem twitterar öllum lögunum sem hann spilar: http://twitter.com/rhawtin steikt

  13. ofan á þetta að þá tel ég að settið verður mun flottara og skapandi ef þú gjörþekkir allt sem þú ert að spila….

  14. En ef við horfum á þetta einsog dautt kjöt.
    Semsagt strippum umræðurnar aðeins niður.

    Þá er tæknin að lyfta(eða draga niður) okkur öllum.

    Hvort sem okkur líkar betur eða verr.

    Ég er persónulega Digittal DJ 🙂

    Hef ekki haft kunnáttu eða bolmagn (dug) til að versla víníl. Ég hlusaði að NWA og PUblic E í gamla daga á Víníl og það hljómar einfaldlega betur. Ég er sammála LEGO um „the downfall of sound quality of MP3!

    En við megum ekki gleyma að að úr næringlausri mold kemur engin planta.

    Látum DJ-ana um að færa fólkinu tónana í einu eða öðru formi.

    Það er það sem við elskum og þráum.

    Og það er einfaldlega það sem skiptir máli!!!!

    Verum skapandi á MP3 waw and whatever..

    Höldum bara áfram að vera sannir í hjarta okkar að það kemst til skila.

    PEACE
    SiggiKalli

  15. Vá, hvað Richie Hawtin er að hlusta á leiðinlegt techno.

  16. Vá Ritchie Hawtin er steiktur. Það er nú eitthvað að góðu dóti sem hann er að spila.

    Ég mæli með að íslenskir plötusnúðar taki sig saman og taka eitt Hawtin sett, þ.e.a.s fylgist með á twitter og spili alltaf nákvæmlega það sem hann er að spila, það yrði rosalegt.

  17. Bakvísun: DJ TechTools og controllerisminn | DansiDans.com – Raf- og danstónlist á Íslandi

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s